Elsa María sigraði á fimmtudagsmóti24.2.2012 | 14:30

Elsa María Kristínardóttir og Ãslaug Kristinsdóttir urðu efstar og jafnar á fimmtudagsmóti vikunnar hjá T.R. Fyrir síðustu umferð var Ãslaug efst með 5,5 v. en tapaði naumlega fyrir Elsu Maríu í síðustu umferðinni og náði Elsa María þar með líka 5,5 v. en eftir stigaútreikning var ljóst að Elsa María var sigurvegari kvöldsins og fékk hún glæsilegan verðlaunapening.

Karlmennirnir í mótinu röðuðu sér í 6 neðstu sætin. à 3. sæti var Jon Olav Fivelstad með 5 vinninga, í 4. sæti Sigurjón Haraldsson með 4,5 v. Örn Stefánsson, Jón Úlfljótsson, Pétur Jóhannesson og Björgvin Kristbergsson fengu örlítið færri vinninga, en mótið var mjög jafnt og skemmtilegt.