KORNAX-úrslitakeppni: Björn vann Guðmund  Björn Þorfinnsson (2406) vann Guðmund Kjartansson (2326) í 2. umferð úrslitakeppni KORNAX mótsins – Skákþings Reykjavíkur sem fram fór í dag.  Björn er efstur með 1,5 vinning.  Keppnin heldur áfram á sunnudag kl. 14 en þá tefla Guðmundur og Bragi.

Staðan:

  1. Björn Þorfinnsson (2406) 1,5 v. af 2
  2. Bragi Þorfinnsson (2426) 0,5 v. af 1
  3. Guðmundur Kjartansson (2326) 0 v. af 1

Tefld verður tvöföld umferð og verður teflt á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Teflt er í T.R.

  • Heimasíða TR
  • Chess-Results