Ingvar Þór efstur á Kornax mótinuIngvar Þór Jóhannesson er efstur á Kornax mótinu – Skákþingi Reykjavíkur eftir sigur á Sævari Bjarnassyni með 7 vinninga. Á sama tíma tapaði Guðmundur Kjartansson fyrir Birni Þorfinnssyni en er í öðru sæti með 6.5 vinninga. Í 3 til 6sæti eru bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir, Hjörvar Steinn Grétarsson og Einar Hjalti Jensson allir með 6 vinninga. 9 og síðasta umferðin fer fram á föstudag og mætast þá m.a.  Ingvar Þór og Bragi Þorfinns, Guðmundur og Hjörvar Steinn,., Einar Hjalti og Björn Þorfinns.

chess-results.(staða, pörun,úrslit)