Dagur með jafntefli í KexinuDagur Arngrímsson gerði í dag jafntefli með svörtu gegn Hollendingnum Kodentsov (2299), en drengur sá var alinn upp í Moskvu og hóf skákferilinn með vini sínum nokkrum, dreng að nafni Grischuk. En þegar Kodentsov fluttist ungur til Hollands með foreldrum sínum skildu leiðir.

Dagur hefur nú 5.5. vinninga af 7 mögulegum og þarf 1.5 vinning úr síðustu 2 til að ná síðasta áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli.

Í næstu umferð fær hann Tamaz Vasvari (2146), sem sigraði Davíð Kjartansson í dag. Davíð er með 3.5. vinninga.

Þeir Dagur og Davíð mætast síðan í níundu umferð og hefur Dagur hvítt.