Eiríkur með fullt hús á Þriðjudagsmóti



Eiríkur K. Björnsson vann þriðjudagsmótið þann 15. september síðastliðinn með fullu húsi. Þrír skákmenn fengu þrjá vinninga, Arnljótur Sigurðsson, Hjálmar Sigurvaldason og Gauti Páll Jónsson. Þess má geta að Hjálmar hækkaði um 23 atskáksitg fyrir árangurinn! Athygli vakti þáttaka Arnórs Vikars Arnórssonar sem tefldi í Taflfélaginu hér áður fyrr og fékk nú 2.5 vinning og með árangur upp á 1865 stig, en hann er stigalaus. 16 skákmenn tóku þátt í mótinu sem er ansi gott miðað við að Haustmótið sé enn í fullum gangi. Úrslit mótsins má nálgast á chess-results.

Mótinu þriðjudagskvöldið 22. september er frestað af sóttvarnarástæðum meðan frestaðar skákir úr Haustmótinu fara fram.