Arnar sigraði á Grand Prix



Það var að venju hart barist á Grand Prix móti Fjölnis og TR í Skákhöllinni Faxafeni á fimmtudagskvöldið.

Arnar E. Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og lagði alla andstæðinga sína að velli og hreppti efsta sætið með fullt hús vinninga.

Í ððru sæti varð Arnar Þorsteinsson með sex vinninga af sjö mögulegum, tapaði aðeins fyrir nafna sínum.

Þriðji  í röðinni með 5 vinninga varð hinn efnilegi Daði Ómarsson. Kjristján Örn Elíasson hlaut fjórða sætið og Vigfús Vigfússon það fimmta.

Arnar E. Gunnarsson hefur reynst mönnum illviðráðanlegur í sjö mínútna skákunum og hefur nú tekið örugga forystu í Grand Prix mótaröðinni.

Grand Prix mótaröðin heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld og eru allt skákáhugafólk hjartanlega velkomið.