Dagskrá Anatoly Karpovs



Dagskrá Anatoly Karpovs á meðan á dvöl hans stendur 6. – 10. október

Koma Karpovs er samstarfsverkefni Taflfélags Reykjavíkur, CCP og MP banka

Fimmtudagur 06. október

15.00 Anatoly Karpov lendir á Keflavíkurflugvelli

17.00 – 19.00 Móttaka fyrir Karpov í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12 fyrir boðsgesti.
Þetta er jafnframt afmæliskaffiboð félagsins sem er 111 ára þennan dag.

Föstudagur 07. október

10.30 – 11.30 Karpov heimsækir Salaskóla.
Krakkar frá Rimaskóla sem nýverið urðu Norðurlandameistarar grunnskóla í skák verða í heimsókn. Karpov mun ræða við börnin um skákina og taka tvær skákir við afreksbörn úr hvorum skóla.

14.00 – 16.00 Karpov heimsækir CCP og skoðar starfsemi fyrirtækisins.

16.30 – 17.30 Karpov og Friðrik Ólafsson tefla sýningarskák með 10 -15 mínútna umhugsunartíma í húsakynnum Taflfélagsins Faxafeni 12.
Eftir skákina munu meistararnir fara yfir hana og skýra út fyrir áhorfendum. Opið almenningi.

20.00 Karpov verður viðstaddur setningu Íslandsmóts Skákfélaga sem fram fer í Rimaskóla og er stærsti einstaki skákviðburður landsins á hverju ári.

Laugardagur 08. október

14.00 – 14.45 Karpov heimsækir UNICEF á Íslandi, en hann er einmitt sérlegur sendiherra samtakanna í mið og austur Evrópu.

15.00 – 16.00 Karpov mætir á skákæfingu hjá barna og unglingadeild Taflfélagsins að Faxafeni 12.

Hann mun ræða við krakkana um skák, halda skákskýringar og árita myndir fyrir krakkana.

Sunnudagur 09. október

16.00 – 17.30 Karpov teflir fjöltefli við 20 manns í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Allir velkomnir í Ráðhús Reykjavíkur.