TR hraðskákmeistari taflfélaga



 

Taflfélag Reykjavíkur varð í dag hraðskákmeistari taflfélaga þriðja árið í röð þegar liðsmenn félagsins lögðu sveit Taflfélags Bolungarvíkur með 40,5 vinningum gegn 31,5 í spennandi viðureign.  TR hefur nú unnið þessa keppni 6 sinnum á þeim 14 árum sem hún hefur verið haldin.

Bolungarvík vann fyrstu viðureignina en síðan náði TR forystunni og lét hana ekki af hendi það sem eftir var en í síðustu umferðinni þurfti aðeins 0,5 vinning til að tryggja sigurinn.  Glæsilegur sigur og, eins og svo oft,  stóð  Arnar Gunnarsson sig manna best hjá sveit TR en hann hlaut 9 vinninga af 12 en næstur honum kom Þröstur Þórhallsson með 8,5 vinnig af 12.  Hjá sveit Bolungarvíkur stóð Jón V. Gunnarsson sig best með 8 vinninga af 12 og því næst kom Jón L. Árnason með 7 vinninga af 12.

Skipan sveita:

Taflfélag Reykjavíkur

1. Þröstur Þórhallsson 8,5 v af 12
2. Stefán Kristjánsson 6,5 v af 12
3. Arnar E. Gunnarsson 9 v af 12
4. Snorri G. Bergsson 6,5 v af 12
5. Guðmundur Kjartansson 4,5 v af 12
6. Bergsteinn Einarsson 0 v af 3
7. Helgi Áss Grétarsson 4,5 v af 8
8. Daði Ómarsson 1 v af 1

Taflfélag Bolungarvíkur

1. Jón L. Árnason 7 v af 12
2. Jón V. Gunnarsson 8 v af 12
3. Bragi Þorfinnsson 6,5 v af 12
4. Dagur Arngrímsson 3,5 v af 11
5. Guðmundur Gíslason 4 v af 11
6. Elvar Guðmundsson 2,5 v af 6
7. Halldór G. Einarsson 0 v af 3
8. Magnús P. Örnólfsson 0 v af 4

Myndir frá viðureigninnni munu birtast innan tíðar á vef Taflfélagsins.