Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Fjórða mót Bikarsyrpu TR fer fram helgina 12.-14. febrúar

Verðlaunahafar. Jón Þór, Róbert og Alexander Oliver

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram þegar fjórða mót syrpunnar fer fram helgina 12.-14. febrúar og hefst fyrsta umferð föstudaginn 12. febrúar kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg ...

Lesa meira »

Háspenna á Skákþinginu – Fjórir efstir fyrir lokaumferðina

IMG_7805

Það er engin lognmolla á Skákþingi Reykjavíkur og mikil átök framundan þegar ein umferð lifir af móti. Staðan er nú þannig fyrir lokaumferðina að fjórir keppendur eru efstir og jafnir með 6,5 vinning úr þeim átta umferðum sem er lokið en þeir eru stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2471), alþjóðlegu meistararnir Björn Þorfinnsson (2418) og Jón Viktor Gunnarsson (2455), sem og Fide-meistarinn ...

Lesa meira »

Hinir fjórir fræknu efstir á Skákþinginu

IMG_7840

Þeir voru baráttuglaðir skákmennirnir sem mættu til leiks í 7.umferð Skákþings Reykjavíkur. Hart var tekist á á nær öllum borðum og réðust úrslit oft ekki fyrr en eftir djúpar flækjur og fallegar fléttur. Á efsta borði glímdi Jón Viktor Gunnarsson við Stefán Kristjánsson. Þeir buðu áhorfendum upp á djúpa stöðubaráttu framan af sem síðar leystist upp í hróksendatafl. Jón Viktor ...

Lesa meira »

Breytt fyrirkomulag á Laugardagsæfingum TR

vorhatid2015-49

Frá og með 23. janúar til og með 27. febrúar verður stigakeppni á laugardagsæfingum Taflfélags Reykjavíkur sem og barna- og unglingamótum félagsins. Allir krakkar á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 Elo-stigum hafa þátttökurétt á skákæfingunum og fjórða móti Bikarsyrpunnar. Þá hafa allir krakkar á grunnskólaaldri þátttökurétt á Barna- og Unglingameistaramóti Reykjavíkur. Einungis krakkar sem eru ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar lagði annan alþjóðlegan meistara að velli!

IMG_7840

Það gékk mikið á í Skákhöllinni í gærkvöld er 6. umferðin í Skákþingi Reykjavíkur fór fram.  Margra augu beindust að viðureign hins unga Vignis Vatnars og alþjóðameistarans Guðmundar Kjartanssonar.  Vignir sem er einungis 12 ára er búinn að telfa eins og sá sem valdið hefur í mótinu til þessa og lagði t.a.m. alþjóðameistarann Björn Þorfinnsson að velli í 3. umferð. ...

Lesa meira »

Jón Viktor efstur á Skákþingi Reykjavíkur

IMG_7859

Í fimmtu umferð skákþingsins voru flest úrslit ekki óvænt samkvæmt pappírunum sem getur í raun talist óvænt í miðju móti. Á fyrstu níu borðunum unnu þeir stigahærri þá stigalægri. Má þá nefna að á fyrsta borði vann alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2455) Jóhann H. Ragnarsson (2008) en fyrir umferðina voru þeir einir með fjóra vinninga. Á öðru borði vann ...

Lesa meira »

Jón Viktor og Jóhann efstir á Skákþinginu

IMG_7841

Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2455) og Jóhann H. Ragnarsson (2008) eru efstir með fullt hús vinninga að loknum fjórum umferðum á Skáþingi Reykjavíkur. Fjórða umferð fór fram í gærkveld og þar sigraði Jón Viktor Björns-banann, Vigni Vatnar Stefánsson (2071), og slíkt hið sama gerði Jóhann gegn Fide-meistaranum Guðmundi Gíslasyni (2307) en Jóhann, sem er sautjándi í stigaröð keppenda hefur ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar sigraði alþjóðlega meistarann

IMG_7843

Það var svo sannarlega engin lognmolla í þriðju umferð Skákþings Reykjavíkur sem fór fram í dag og sögðu keppendur hefðbundnum úrslitum stríð á hendur.  Allmikið var um óvænt úrslit og ber þar fyrst að nefna sigur hins unga en margreynda Vignis Vatnars Stefánssonar (2071) á alþjóðlega meistaranum Birni Þorfinnssyni (2418), og það með svörtu mönnunum!  Um snarpa viðureign var að ...

Lesa meira »

Stórskotaliðið stóð fyrir sínu í annarri umferð Skákþingsins

fw

Jólin voru sprengd í loft upp á sama tíma og önnur umferð Skákþings Reykjavíkur fór vel fram í Faxafeninu að kveldi þrettándans. Flugeldasýningar voru um víðan völl, hvort heldur sem var utandyra eða innandyra á hinum töfrum gæddu 64-reita ferningsborðum. Líkt og í fyrstu umferð var langstærstur hluti úrslitanna eftir bókinni góðu, sem enginn veit hvenær var skrifuð eða af hverjum, ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur hafið – Miklir meistarar meðal þátttakenda

IMG_7801

Í dag hófst í 85. sinn Skákþing Reykjavíkur en teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni.  Björn Jónsson formaður félagsins setti mótið og í kjölfarið hófu keppendur leik á reitunum köflóttu.  Mótið er vel skipað keppendum á öllum aldri og af öllum getustigum.  Hátt í tuttugu keppendur hafa meira en 2000 Elo-stig, þeirra stigahæstur stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2471).  Næstir ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur hefst á sunnudag

S+×R_2015_R2-31

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 3. janúar kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á 40 leiki auk 30 sek. á leik. 15 mínútur bætast við eftir 40 leiki auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram tvisvar í viku, á miðvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar sigraði á Jólahraðskákmóti TR!

Jolamot_TR_2015_head

Það var rífandi stemming í Skákhöllinni þegar 35 stríðalin jólabörn mættu til leiks á Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur í gærkvöldi. Tefldar voru 2×7 umferðir með 5 mínútur á klukkunni. Sigurvegari síðasta árs Oliver Aron Jóhannesson var mættur til að verja titilinn en einnig margar aðrar þekktar klukkubarningsvélar eins og Ólafur B. Þórsson, Gunnar F. Rúnarsson og Billiardsbars-bræðurnir Jóhann Ingvason og Kristján ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR fer fram þriðjudaginn 29. desember

jolahradskakmot_tr_2014

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið þriðjudaginn 29. desember kl. 19.30. Tefldar verða 2×7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Mótið fer fram í húsnæði T.R. að Faxafeni 12. Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Sigurvegari síðasta árs var Oliver Aron Jóhannesson. Hlökkum til að sjá ykkur!

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 3. janúar

S+×R_2015_R2-31

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 3. janúar kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á 40 leiki auk 30 sek. á leik. 15 mínútur bætast við eftir 40 leiki auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram tvisvar í viku, á miðvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags ...

Lesa meira »

Fjölmenn jólaskákæfing

IMG_7735

Jólaskákæfing Taflfélags Reykjavíkur var vel sótt bæði af börnum og fullorðnum og áttu gestir notalega samverustund á þessari sannkölluðu fjölskylduhátíð. Tefldar voru fimm umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma þar sem fjölskyldur og vinir öttu kappi í tveggja manna liðum. Sem fyrr voru liðin nefnd fjölbreyttum og skemmtilegum nöfnum sem í flestum tilvikum tengdust jólunum. Hlutskarpasta liðið reyndist vera Jólasveinarnir en þar ...

Lesa meira »

Jólaskákæfing hjá TR í dag kl.14

lau-aef (1)

Við minnum á að hin árlega Jólaskákæfing TR fer fram í dag kl.14. Jólaskákæfingin verður, líkt og undanfarin ár, sameiginleg fyrir alla skákhópa innan TR. Liðakeppnin verður á sínum stað þar sem öllum er frjálst að mynda tveggja manna lið, þó miðum við við fjölskyldulið. Við hlökkum til að taka á móti öllum TR börnunum og fjölskyldumeðlimum í dag! Hefðbundnar ...

Lesa meira »

U-2000 mótinu lokið: Haraldur öruggur sigurvegari

IMG_7725

U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur lauk í gærkveld þegar sjöunda og síðasta umferðin fór fram í húsnæði félagsins, Faxafeni 12. Haraldur Baldursson hafði fyrir umferðina þegar tryggt sér sigur og var með fullt hús vinninga þegar hinar þöglu tímavélar voru settar í gang. Baráttan um annað og þriðja sætið var hinsvegar hörð og höfðu nokkrir keppendur möguleika á að smella sér ...

Lesa meira »

Þriðja mót Bikarsyrpunnar hefst í dag

bikars15-16_2_verdl

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram þegar þriðja mót syrpunnar fer fram helgina 4.-6. desember og hefst fyrsta umferð föstudaginn 4. desember kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á ...

Lesa meira »

Haraldur sigurvegari U-2000 mótsins

U2000_2015_R1-16

Haraldur Baldursson hefur tryggt sér sigurinn í U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur en hann hefur fullt hús vinninga að loknum sex umferðum og 1,5 vinnings forskot á næstu keppendur nægir til sigurs þar sem aðeins ein umferð lifir af móti. Sigur Haraldar er afar öruggur en hann hélt forystu frá fyrstu mínútu og það var aðeins vegna frestaðrar skákar sem hann ...

Lesa meira »