Haustmót TR hefst á sunnudaginnHaustmót Taflfélags Reykjavíkur 2016 hefst sunnudaginn 18. september kl.14. Mótið, sem er hið 83. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt og öllum opið.

Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða þrjár umferðir á viku og eru alls níu umferðir í hverjum flokki. Lokuðu flokkarnir eru skipaðir tíu keppendum hver þar sem allir tefla við alla, en í opna flokknum er teflt eftir svissnesku kerfi. Í lokaða flokka er keppendum raðað eftir Elo-skákstigum.

Skráningu í alla lokaða flokka lýkur laugardaginn 17. september kl. 18.

Lokaumferð fer fram sunnudaginn 16. október en mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu miðvikudaginn 19. október þegar Hraðskákmót TR fer fram.

Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Bragi Þorfinnsson.

Skráningarform

Skráðir keppendur

Dagskrá:

1. umferð: Sunnudag 18. september kl. 14.00
2. umferð: Miðvikudag 21. september kl. 19.30
3. umferð: Föstudag 23. september kl. 19.30
—Hlé—
4. umferð: Miðvikudag 5. október kl.19.30
5. umferð: Föstudag 7. október kl. 19.30
6. umferð: Sunnudag 9. október kl. 14.00
7. umferð: Miðvikudag 12. október kl. 19.30
8. umferð: Föstudag 14. október kl. 19.30
9. umferð: Sunnudag 16. október. kl. 14.00

Í opna flokknum eru leyfðar tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6 og fæst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu.  Tilkynna þarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferðarinnar á undan.

Verðlaun í A-flokki:
1. sæti kr. 100.000
2. sæti kr. 50.000
3. sæti kr. 25.000
4. og 5. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2017

Verðlaun í B-flokki:
1. sæti kr. 20.000
2.-3. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2017

Verðlaun í C-flokki:
1. sæti kr. 15.000
2. og 3. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2017

Verðlaun í opnum flokki:
1. sæti kr. 10.000
2. og 3. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2017

Ef lokuðum flokkum fjölgar þá verða verðlaun í þeim þau sömu og í C-flokki. Að auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér þátttökurétt í næsta styrkleikaflokki að ári liðnu. Verði keppendur jafnir í efstu sætum verður peningaverðlaunum skipt en stigaútreikningur látinn ráða lokaröð keppenda.

Tímamörk:
1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik. Að loknum 40 leikjum bætast við 15 mínútur.

Þátttökugjöld:
3.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 18 ára og eldri (5.000 kr. fyrir aðra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 17 ára og yngri (2.500 kr. fyrir aðra).