Alþjóðlega geðheilbrigðismótið á fimmtudag



Alþjóðlega geðheilbrigðismótið í skák verður haldið í Skákhöllinni í Faxafeni fimmtudagskvöldið 13.október klukkan 19.30. Mótið er jafnan einn af hápunktum skákársins og tilefnið er vitaskuld Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Að mótinu standa Vinaskákfélagið, Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur, með stuðningi Ísspors og Forlagsins.

Mótið á sér langa sögu og hafa flestir af bestu skákmönnum landsins verið meðal þátttakenda gegnum söguna. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.

Tilgangur mótsins er að vekja athygli á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum, sem rímar fullkomlega við kjörorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda.

Allir eru velkomnir, og þátttökugjöld eru engin. Skráið ykkur sem fyrst hjá Róbert Lagerman í chesslion@hotmail.com.