Guðmundur vann í sjöundu umferðLokaspretturinn er framundan hjá alþjóðlega meistaranum Guðmundi Kjartanssyni (2434) í Barcelona þar sem hann tekur þátt í fjölmennu alþjóðlegu móti.  Í gær fór sjöunda umferð fram og sigraði Guðmundur heimamanninn og Fide meistaranum Jordi Ayza Ballester (2226) og hefur hann því 5 vinninga og situr í 20.-47. sæti.  Þrír stórmeistarar eru efstir og jafnir með 6 vinninga, þeirra á meðal stigahæsti keppandi mótsins, Kúpverjinn Lazaro Bruzon Batista (2698).  Sextán keppendur koma næstir með 5,5 vinning.  Í áttundu umferð, sem hefst í dag kl. 14.30, hefur Guðmundur svart gegn heimamanni sem heitir mörgum nöfnum.  Sá er Fide meistari og er með 2327 Elo stig.  Það er mikilvægt fyrir Guðmund að ná góðum úrslitum í dag til að koma sér hærra í töflunni fyrir lokaumferðirnar tvær.

  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results