Tvær TR viðureignir í Hraðskákkeppni taflfélaga í kvöldÍ kvöld klukkan 20 verða tvær viðureignir í Hraðskákkeppni taflfélaga í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Annars vegar er það viðureign A-liðs TR og Taflfélags Garðabæjar og hins vegar viðureign unglingaliðs TR, sem þekkt er undir nafninu TRuxvi og liðs Skákfélags Akureyrar. Það má því búast við miklu fjöri í kvöld, enda margir sterkir hraðskákmenn samankomnir. Úrslit verða birt seinna í kvöld. Áhorfendur velkomnir.