Hart tekist á í 4.umferð HaustmótsinsHaustmótið hófst á ný í gærkvöldi eftir stutt hlé. Línur eru farnar að skýrast bæði á toppi sem og á botni flokkanna þriggja. Stigahæsti keppandi mótsins, Ingvar Þór Jóhannesson, tyllti sér á topp A-flokks á meðan Ólafur Evert Úlfsson er enn með fullt hús.

 

A-flokkur

Ingvar Þór Jóhannesson stýrði hvítu mönnunum gegn Birki Karli Sigurðssyni í skák þess stigahæsta gegn þeim stigalægsta. Birkir Karl mætti enskum leik Ingvars með miklum ágætum og stóð vel allt þar til honum varð á stöðuleg yfirsjón. Ingvar kallaði þá menn sína umsvifalaust heim -folaldið og klerkurinn fóru aftur á b1 og c1- gaf þeim ný fyrirmæli og sendi þá loks út á vígvöllinn aftur. Í kjölfarið varð hvíti herinn illviðráðanlegur og Ingvar vann skákina í 49 leikjum. Ingvar hefur því 3 vinninga í efsta sæti líkt og Þorvarður Fannar Ólafsson sem gerði jafntefli við Jón Trausta Harðarson. Dagur Ragnarsson, sem vann Hannes Hlífar Stefánsson á Íslandsmóti skákfélaga um liðna helgi, vann sína fyrstu skák í Haustmótinu er hann lagði Gauta Pál Jónsson að velli með svörtu. Vignir Vatnar Stefánsson vann Hrafn Loftsson með svörtu og hefur 2,5 vinning. Þá gerðu Oliver Aron Jóhannesson og Björgvin Víglundsson jafntefli.

image

Staðan í A-flokki:

Rk. Name Rtg FED 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Pts.  TB1  TB2  TB3
1 FM Johannesson Ingvar Thor 2367 ISL * ½ 1 ½ 1 3,0 4,50 0,0 2
2 Olafsson Thorvardur 2184 ISL * ½ ½ 1 1 3,0 3,75 0,0 2
3 FM Ragnarsson Dagur 2272 ISL ½ * ½ ½ 1 2,5 4,25 0,0 1
4 Stefansson Vignir Vatnar 2129 ISL 0 * ½ 1 1 2,5 3,25 0,5 2
5 FM Johannesson Oliver 2255 ISL ½ ½ * ½ 1 2,5 3,25 0,5 1
6 Hardarson Jon Trausti 2100 ISL ½ ½ * 1 2,0 2,75 0,0 1
7 Loftsson Hrafn 2192 ISL ½ ½ 0 * ½ 1,5 3,25 0,0 0
8 Viglundsson Bjorgvin 2185 ISL 0 ½ * 1 1,5 1,25 0,0 1
9 Jonsson Gauti Pall 2082 ISL 0 0 0 ½ * 0,5 0,75 0,0 0
10 Sigurdsson Birkir Karl 1900 ISL 0 0 0 0 * 0,0 0,00 0,0 0

 

B-flokkur

Sigurganga Arons Þórs Mai var loks stöðvuð í gær er hann og Jón Þór Lemery gerðu jafntefli. Aron Þór er þó enn efstur í B-flokki með 3,5 vinning. Alexander Oliver Mai eltir bróður sinn sem skugginn en hann hefur 3 vinninga eftir jafntefli gegn Magnúsi Kristinssyni. Veronika Steinunn Magnúsdóttir vann Róbert Luu og hefur einnig 3 vinninga. Þá vann Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir sína fyrstu skák er hún stýrði svörtu mönnunum til sigurs gegn Halldóri Kristjánssyni.

image

Staðan í B-flokki:

Rk. Name Rtg FED 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Pts.  TB1  TB2  TB3
1 Mai Aron Thor 1845 ISL * ½ 1 1 1 3,5 2,75 0,0 3
2 Mai Alexander Oliver 1656 ISL * ½ ½ 1 1 3,0 5,50 0,5 2
Kristinsson Magnus 1833 ISL ½ * ½ 1 1 3,0 5,50 0,5 2
4 Magnusdottir Veronika Steinun 1777 ISL ½ ½ * 1 1 3,0 4,50 0,0 2
5 Lemery Jon Thor 1591 ISL ½ 0 * 1 1 2,5 2,75 0,0 2
6 Fridthjofsdottir Sigurl. Regi 1802 ISL 0 * 0 ½ 1 1,5 0,25 0,0 1
7 Briem Stephan 1569 ISL 0 0 1 * 1,0 1,50 0,0 1
8 Hauksson Hordur Aron 1867 ISL 0 0 * 1 1,0 0,50 0,0 1
9 Luu Robert 1672 ISL 0 0 ½ 0 * 0,5 0,75 0,0 0
10 Kristjansson Halldor 1649 ISL 0 0 0 0 * 0,0 0,00 0,0 0

 

Opinn flokkur

Ólafur Evert Úlfsson heldur uppteknum hætti í Opnum flokki og vann Héðinn Briem með svörtu í uppgjöri þeirra tveggja sem fyrir umferðina höfðu fullt hús. Ólafur Evert er því einn efstur að loknum fjórum umferðum. Í humátt á eftir honum með 3,5 vinning kemur Hjálmar H. Sigurvaldason sem vann Halldór Atla Kristjánsson. Tómas Möller hefur vakið eftirtekt það sem af er Haustmóti fyrir vandaða taflmennsku. Tómas vann Atla Mar Baldursson í gær og hefur 3 vinninga, auk þess sem hann hefur heil 78 skákstig í plús eftir skákirnar fjórar -geri aðrir betur! Þremur skákum 4.umferðar var frestað.

image

Viðureignir 4.umferðar:

Bo. No. Name Rtg Pts. Result Pts. Name Rtg No.
1 2 Briem Hedinn 1563 3 0 – 1 3 Ulfsson Olafur Evert 1464 6
2 4 Jonasson Hordur 1532 2 Vignisson Ingvar Egill 1554 3
3 8 Kristjansson Halldor Atli 1417 2 0 – 1 Sigurvaldason Hjalmar 1485 5
4 18 Briem Benedikt 1093 2 ½ – ½ 2 Heidarsson Arnar 1340 11
5 15 Baldursson Atli Mar 1167 2 0 – 1 2 Moller Tomas 1028 22
6 10 Davidsson Stefan Orri 1386 ½ – ½ Thrastarson Tryggvi K 1450 7
7 17 Karlsson Isak Orri 1148 0 – 1 Magnusson Thorsteinn 1415 9
8 23 Haile Batel Goitom 0 1 1 Hakonarson Sverrir 1338 12
9 24 Hakonarson Oskar 0 1 1 Gudmundsson Gunnar Erik 1082 19
10 14 Thorisson Benedikt 1169 ½ 0 – 1 1 Alexandersson Orn 1217 13
11 16 Olafsson Arni 1156 ½ 1 – 0 ½ Kristbergsson Bjorgvin 1081 20
12 21 Omarsson Adam 1065 0 1 bye
13 1 Bjarnason Arnaldur 1647 ½ not paired

 

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á chess-results. Skákir Haustmótsins eru aðgengilegar hér (pgn): #1, #2, #3, #4

5.umferð verður tefld föstudagskvöldið 7.október kl.19:30.