Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Hart barist á Skákþingi Reykjavíkur

SkakthingReykjavikurLogo17

Önnur umferð Skákþings Reykjavíkur fór fram í gær og hart barist á öllum borðum. Flestar viðureignir fóru eins og vænta mátti en þó skellti Sigurjón Haraldsson (1784) í lága drifið, tefldi traust og uppskar jafntefli gegn skákmeistara TR 2014, Þorvarði Fannari Ólafssyni (2188). Svipað varð upp á teningnum hjá Halldóri Garðarssyni (1837) og Júlíusi Friðjónssyni (2145). Þá urðu næstum stórtíðindi ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur 2017 er hafið

20170108_145647

Skákþing Reykjavíkur, það 86. sem haldið er, hófst sunnudaginn 8. janúar sl. og eru þátttakendur að venju skemmtileg blanda af meisturum, verðandi meisturum, efnilegum skákmönnum, venjulegum skákmönnum og óvenjulegum. Tæplega 60 keppendur ætla að berjast um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur þetta árið, þar af einn stórmeistari kvenna, tveir alþjóðlegir meistarar og þrír Fide-meistarar. Helmingur keppenda er með 1850 stig eða meira. ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur hefst á morgun sunnudag kl. 13

IMG_7885

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 13. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bætast við 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu ...

Lesa meira »

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast 7.janúar

tr16

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast á ný laugardaginn 7.janúar og standa til laugardagsins 13.maí þegar önninni lýkur með hinni árlegu Vorhátíð. Æfingarnar eru fjölbreyttar sem fyrr og hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna. Á æfingum félagsins munu börnin fá markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem mun nýtast þeim sem grunnur að framförum í skáklistinni. Æfingagjöld fyrir vormisseri 2017 haldast ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur hefst næstkomandi sunnudag klukkan 13:00

IMG_7885

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 13. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bætast við 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu ...

Lesa meira »

Páll Agnar sigurvegari á Jólahraðskákmóti TR

IMG_9026

Í sannkölluðu hátíðarskapi lögðu tæplega 50 manns leið sína í Faxafenið í gærkveld til að leiða saman hesta sína í Jólahraðskákmóti TR og að öllum líkindum er um að ræða fjölmennasta jólamótið í áraraðir. Tefldar voru níu umferðir með tímamörkunum 4 +2 en nokkur umræða hefur verið í gangi um hvaða tímamörk skuli almennt stuðst við í hraðskákmótum félaganna. Þykir ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR fer fram 29.desember

jol15-1

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið fimmtudaginn 29. desember og hefst taflið klukkan 19:30. Tefldar verða 9 umferðir og verður umhugsunartíminn 4 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Tekið verður við skráningum í mótið á skákstað á mótsdegi kl.19:00-19:25. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er fyrir ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar

IMG_7885

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 13. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bætast við 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu ...

Lesa meira »

Fjölmennt fjölskylduskákmót á jólaæfingu TR

20161210_154538

Laugardaginn 10. desember var haldin hin eina og sanna Jólaskákæfing TR. Jólaskákæfingin ár hvert er uppskeruhátíð haustannarinnar og krakkarnir bregða þá á leik með fjölskyldunni í skemmtilegri liðakeppni. Jólaskákæfingin í dag var sameiginleg fyrir alla skákhópana sem hafa verið í gangi í haust, byrjendahópinn, stelpuhópinn, laugardagsæfingahópinn og afrekshópa A og B. Fjölskylduskákmótið, sem er tveggja manna liðakeppni, var fyrst á dagskrá. Krökkunum hafði verið boðið upp á ...

Lesa meira »

Jólaskákæfing TR á laugardag kl.14

IMG_7735

Hin árlega Jólaskákæfing verður haldin laugardaginn 10.desember kl.14-16. Æfingin er um leið uppskeruhátíð haustannarinnar því veitt verða verðlaun fyrir ástundun á haustönn. Allir krakkar úr öllum skákhópum TR, sem æfa á laugardögum og sunnudögum, eru velkomnir á þessa sameiginlegu Jólaskákæfingu. Æfingin er einskonar fjölskylduskákmót þar sem tveir mynda eitt lið og mega foreldrar, ömmur og afar og frændur og frænkur ...

Lesa meira »

Haraldur sigurvegari U-2000 mótsins

IMG_9021

Hinn reynslumikli Haraldur Baldursson (1957) sigraði á U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk síðastliðið miðvikudagskvöld. Haraldur hlaut 6,5 vinning í skákunum sjö, hálfum vinningi meira en Dawid Kolka (1907) sem varð annar. Þriðji með 5,5 vinning varð Hilmar Þorsteinsson (1800). Þetta er annað árið í röð sem Haraldur sigrar á U-2000 mótinu en þar að auki vann hann eitt af ...

Lesa meira »

Dramatískri Bikarsyrpu III lokið

IMG_4680

Í dag lauk þriðju Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur og var sem fyrr vel mætt í félagsheimilið að Faxafeni 12. Skákmeistarar framtíðarinnar glímdu af miklu kappi og varð mótið fyrir vikið viðburðaríkt. Eftirminnileg tilþrif sáust í öllum umferðum; fléttur og fórnir, djúpir pósar, hörku svíðingar, tímahrak, hrikalegir afleikir, ólöglegir leikir og síðast en ekki síst spenntir foreldrar á kaffistofunni sem sötruðu bragðvont kaffi -kurteisislega- á meðan ...

Lesa meira »

Hnífjöfnu Bikarmóti stúlkna lauk í dag

20161204_134619

Núna um helgina, 2.-4. desember, var í annað sinn haldið Bikarmót stúlkna samhliða Bikarsyrpu TR. Fyrirkomulagið var með sama sniði og í Bikarsyrpunni undanfarin tvö ár, þ.e. 5 umferðir tefldar með 30 mín. umhugsunartíma og 30 sek. viðbótartíma fyrir hvern leik. Skákmótið var sett á laggirnar til þess að hvetja stúlkur til aukinnar þátttöku í skákmótum. Stúlkurnar gátu því valið ...

Lesa meira »

Haraldur efstur fyrir lokaumferð U-2000 mótsins

IMG_8794

Það var hart barist í sjöttu og næstsíðustu umferð U-2000 móts TR síðastliðið miðvikudagskvöld og nokkuð var um sigra þeirra stigalægri gegn þeim stigahærri. Á efsta borði gerðu Dawid Kolka (1907) og Hilmar Þorsteinsson (1800) jafntefli en við hlið þeirra sigraði Haraldur Baldursson (1957) Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1778) og skaust þar með einn í efsta sætið með 5,5 vinning. Dawid ...

Lesa meira »

Rimaskóli sigursæll á Jólaskákmóti TR og SFS

20161128_194120

Um nýliðna helgi leiddu Taflfélag Reykjavíkur og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar saman riddara sína og blésu til hins árlega Jólaskákmóts grunnskóla borgarinnar. Hátt í 150 börn settust að tafli í 33 skáksveitum og sköpuðu börnin einstakt andrúmsloft í félagsheimili TR sem einkenndist af skemmtilegri blöndu leikgleði og keppnishörku. Yngri flokkur reið á vaðið á sunnudagsmorgni klukkan 10:30 er Suður-riðill 1.-7.bekkjar var ...

Lesa meira »

Haraldur og Dawid enn í forystu á U-2000 mótinu

IMG_8951

Jafnteflunum rigndi niður í fimmtu umferð U-2000 mótsins sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld. Alls lauk ellefu viðureignum af 22 með skiptum hlut og var þar á meðal orrusta efstu manna mótsins, þeirra Haraldar Baldurssonar (1957) og Dawid Kolka (1907), og eru þeir enn efstir með 4,5 vinning hvor. Kjartan Ingvarsson (1822) sigraði Friðgeir Hólm (1739) í snarpri skák og þá ...

Lesa meira »

Jólamót TR og SFS hefst á sunnudag – skráningarfrestur rennur út í dag

Jolamot_TR_SFS_2015-144

Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 dagana 27.-28.nóvember. Sem fyrr verður mótinu skipt í tvo hluta; yngri flokkur (1.-7.bekkur) og eldri flokkur (8.-10.bekkur). Tefldar verða 6 umferðir eftir svissnesku kerfi. Umhugsunartími er 10 mín fyrir hverja skák. Þátttökurétt hafa börn úr grunnskólum Reykjavíkur í 1.-10.bekk. Mikilvægt er að liðsstjóri ...

Lesa meira »

Haraldur og Dawid efstir á U-2000 mótinu

IMG_8842

Haraldur Baldursson (1957) og Dawid Kolka (1907) eru efstir og jafnir með fullt hús vinninga að loknum fjórum umferðum í U-2000 mótinu. Í fjórðu umferð lagði Haraldur Kjartan Ingvarsson (1822) en Dawid hafði betur gegn Jon Olav Fivelstad (1918). Hinn eitilharði Friðgeir Hólm (1739) kemur næstur með 3,5 vinning en hann hafði betur gegn Kristjáni Geirssyni (1610) í snarpri viðureign. ...

Lesa meira »

Skákæfingar laugardaginn 19.nóv

IMG_4470

Nær allar skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur eru á sínum hefðbundnu tímum á morgun, laugardaginn 19.nóvember. Vegna Íslandsmóts unglingasveita sem fyrirhugað er þennan sama dag mun þó Afreksæfing A falla niður. Nánari upplýsingar um æfingar og tímasetningar má nálgast hér.

Lesa meira »

Vignir Vatnar unglingameistari TR – Batel stúlknameistari

8D54C1F9-80C0-4B7D-8C85-F03EF197B51A

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 13. nóvember, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í tveimur flokkum, opnum flokki og stúlknaflokki og voru 7 umferðir tefldar með 15 mínútna umhugsunartíma á skák. Skákmótið var opið fyrir keppendur 15 ára og yngri og voru þátttakendurnir 41, 27 í opnum flokki og 14 í stúlknaflokki. Veitt voru ...

Lesa meira »