Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur endurvakið 23.-25.júníBoðsmót Taflfélags Reykjavíkur á sér yfir 40 ára langa sögu en mótið hefur legið í dvala síðasta áratuginn. Nú hefur stjórn T.R. ákveðið að endurlífga Boðsmótið í formi helgarskákmóts. Boðsmót T.R. hefur því göngu sína á ný föstudaginn 23. júní kl. 19:30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og verða tefldar atskákir í bland við kappskákir samkvæmt dagskrá hér að neðan. Venju samkvæmt verður mótið reiknað til skákstiga.

Keppt er um stórglæsilegan farandbikar, en auk hans eru peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Þá verða veitt bókaverðlaun fyrir bestu frammistöðu miðað við eigin stig. Verði keppendur jafnir að vinningum mun stigaútreikningur (tiebreaks) skera úr um lokaröð. Peningaverðlaunum verður skipt eftir Hort kerfinu.

Skráningu lýkur föstudaginn 23.júní kl.19:15.

Dagskrá:
1. umferð (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 19:30
2. umferð (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 20:45
3. umferð (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 22:00
4. umferð (kappskák) laugardaginn 24. júní kl. 11:00
5. umferð (kappskák) laugardaginn 24. júní kl. 17:00
6. umferð (kappskák) sunnudaginn 25. júní kl. 11:00
7. umferð (kappskák) sunnudaginn 25. júní kl. 17:00

Tímamörk:
Atskákir: 20 mínútur + 10 sekúndna viðbót eftir hvern leik.
Kappskákir: 90 mínútur + 30 sekúndna viðbót eftir hvern leik.

Verðlaun:
1. sæti kr. 20.000
2. sæti kr. 10.000
3. sæti kr. 5.000

Bókaverðlaun fyrir bestu frammistöðu miðað við eigin kappskákstig (“performance” mínus “eigin kappskákstig”).

Þátttökugjald:
Fyrir fullgilda meðlimi T.R. er gjaldið 2.500kr en aðrir greiða 4.000kr. Þátttökugjöld greiðast með reiðufé við upphaf móts. Fyrrum sigurvegarar Boðsmótsins fá frítt í mótið. Titilhafar (GM og IM) fá auk þess frítt í mótið.

Skráningarform

Skráðir keppendur