Sigurganga Þrastar heldur áfram!Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2461) er með fullt hús eftir fjórar umferðir á Politiken Cup skákmótinu, sem fram fer í Danmörku. Þröstur er í 1.-7. sæti og mætir Sargissian, sem sigraði Braga Þorfinnsson í 3. umferð, í 5. umferð og verður skákin sýnd beint á heimasíðu mótsins.

Guðmundur Kjartansson sigraði í sinni skák, Sverrir Norðfjörð gerði jafntefli en Aron Ingi Óskarsson tapaði.

Nánari upplýsingar má finna í úttekt Gunnars Björnssonar á www.skak.is