Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur frestað



Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem fyrirhugað var um næstu helgi, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna dræmrar skráningar.

Dræm skráning í Boðsmótið bendir til þess að á meðal skákmanna sé lítil eftirspurn eftir skákmóti sem þessu á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma. Eitt af keppikeflum Taflfélags Reykjavíkur er að koma til móts við óskir skákmanna og því verður að teljast líklegt að Boðsmótið verði endurvakið síðar með öðru fyrirkomulagi. Nánari útfærsla liggur þó ekki fyrir að svo stöddu.