Mikið fjör í Sumarskóla Taflfélags ReykjavíkurWP_20170612_013

Sumarskóli Taflfélags Reykjavíkur hófst á ný síðastliðinn mánudag og hefur skáksalurinn iðað af lífi alla vikuna. Sumarskólinn er nú starfræktur annað árið í röð og sem fyrr er það alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson sem slær taktinn. Þátttaka hefur aukist verulega frá því sem var í fyrra og er það mikið gleðiefni að sjá hve mikinn áhuga börnin hafa á því að sitja við taflborð á sumrin, meira að segja þegar sólin skín.

WP_20170613_002

Bragi miðar kennsluna að ólíkum þörfum barnanna og því fá þau öll viðfangsefni við sitt hæfi. Síðustu daga hefur sést til barnanna dunda sér við að búa til stórbrotnar samhverfur á taflborðinu, þau hafa teflt í hópum ýmis afbrigði af skák líkt og “Heili og Hönd” og “Tvískák”, þau sitja stuttar kennslustundir þar sem Bragi varpar kennsluefni á vegginn og þau sem eru lengra komin í skáklistinni hafa glímt við allskyns flókin verkefni.

WP_20170612_018

Næstu námskeið hefjast næstkomandi mánudag og má nálgast upplýsingar um þau hér: Sumarskóli TR