Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Unglingameistaramót TR fer fram sunnudaginn 4.nóvember

20180926_190440

Unglingameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 4.nóvember í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13.  Tefldar verða 7 umferðir með atskák-tímamörkunum 10+5 (10 mínútur á mann auk 5 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til atskákstiga. Mótið er opið öllum börnum 15 ára og yngri (fædd 2003 og síðar) óháð félagsaðild. Aðgangur er ókeypis. Um miðbik ...

Lesa meira »

Sex skákmenn með fullt hús í U-2000 mótinu

20181024_193554

Önnur umferð U-2000 mótsins fór fram í gærkveld og var hart barist frameftir kvöldi. Á efsta borði gerði Ingvar Egill Vignisson (1647) sér lítið fyrir og sigraði stigahæsta keppanda mótsins, Harald Baldursson (1984), og blandaði sér þannig í hóp þeirra sem hafa fullt hús vinninga að loknum tveimur umferðum. Af öðrum úrslitum má nefna að hin unga og efnilega Batel ...

Lesa meira »

Ingvar Þór Jóhannesson til liðs við TR

IMG_9240

Ingvar Þór Jóhannesson er genginn í raðir uppeldisfélags síns Taflfélags Reykjavíkur á ný eftir nærri 15 ára dvöl hjá öðrum taflfélögum. Ingvar verður félaginu mikill liðsstyrkur, bæði við taflborðin en ekki síður í starfi félagsins þar sem reynsla hans og þekking mun án efa reynast félaginu dýrmæt. Ingvar er Fíde meistari með 2343 skákstig og hefur hann þegar náð tveimur ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hófst í gær

1

U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hófst í gærkveld en þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið síðan það var endurvakið fyrir þremur árum. Áður hafði mótið verið haldið fjórum sinnum á árunum 2002-2005 en það hefur mælst vel fyrir hjá skákmönnum og að þessu sinni eru keppendur 39 talsins, þeirra stigahæstir Haraldur Baldursson (1984) og nafni hans Haraldur Haraldsson ...

Lesa meira »

Æskan og ellin XV -þar sem kynslóðirnar mætast- fer fram sunnudaginn 28. október

IMG_9466

  Skákmótið ÆSKAN OG ELLIN, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í 15. sinn sunnudaginn 28. október nk.  í Skákhöllinni í Faxafeni. TAFLFÉLG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu með stuðningi TOPPFISKS ehf – leiðandi fyrirtækis í ferskum og frystum sjávarafuðum  – standa saman að mótshaldinu eins og undanfarin ár.  Mótið hefur eflst að vinsældum með árunum og ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hefst í kvöld kl. 19.30

20171012_204651

U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 17. október. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 1-5 sem skal tilkynna skákstjóra fyrir lok umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur fæst fyrir ...

Lesa meira »

TR að tafli í Evrópukeppni taflfélaga

Frá skákstað í 3. umferð. Lið TR sést fyrir miðri mynd. Ljósmynd af heimasíðu mótsins.

Taflfélag Reykjavíkur er þessa dagana að tefla í Evrópukeppni taflfélaga í Porto Carras í Grikklandi. Margir af bestu skákmönnum heims tefla á mótinu og þar á meðal er sjálfur heimsmeistarinn, Magnus Carlsen. Lið TR er í 19.sæti í styrkleikaröðinni með meðalstigin 2419. Alls tefla 61 lið í mótinu og er eitt annað íslenskt lið á meðal þátttakenda, Víkingaklúbburinn. Liðsmenn Taflfélags ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hefst nk. miðvikudagskvöld

20171108_193423

U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 17. október. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 1-5 sem skal tilkynna skákstjóra fyrir lok umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur fæst fyrir ...

Lesa meira »

Þröstur sigraði á Alþjóðlega geðheilbrigðismótinu

Þrír efstu menn ásamt Róberti Lagerman. Mynd: Heimasíða Vinaskákfélagsins.

Hörður Jónasson, varaforseti Vinaskákfélagsins, skrifar. Í gærkvöldi, 10. október, var haldið eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins, þegar Alþjóðlega geðheilbrigðisskákmótið fór fram í skákhöll TR í Faxafeni. Að mótinu stóðu Vinaskákfélagið, Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur og hafa þessi félög átt ánægjulegt samstarf að þessu móti í gegnum árin. Mótið er haldið til að vekja athygli á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum, sem rímar vel ...

Lesa meira »

Alþjóða geðheilbrigðismótið fer fram í kvöld

20171012_204651

Alþjóða geðheilbrigðismótið í skák verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudagskvöldið 10.október og hefst taflið klukkan 19.30. Tefldar verða 9 umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir efstu konuna, efsta skákmanninn 60 ára og eldri, sem og efsta keppandann 16 ára eða ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hefst miðvikudaginn 17. október

20171108_193423

U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 17. október. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 1-5 sem skal tilkynna skákstjóra fyrir lok umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar sigurvegari Hraðskákmóts TR

IMG_9944

Vignir Vatnar Stefánsson kom sá og sigraði á Hraðskákmóti TR sem haldið var í dag. Vignir hlaut 10,5 vinning í skákunum 11 og leyfði aðeins eitt jafntefli. Jafnir með 9 vinninga voru Róbert Lagerman og Kjartan Maack, en Róbert reyndist vera hærri eftir stigaútreikning og hreppti því 2.sætið. Í 4.sæti varð Gunnar Freyr Rúnarsson með 8 vinninga. Kjartan varð efstur TR-inga ...

Lesa meira »

Alþjóða geðheilbrigðismótið haldið 10.október

20171012_204651

Alþjóða geðheilbrigðismótið í skák verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudagskvöldið 10.október og hefst taflið klukkan 19.30. Tefldar verða 9 umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir efstu konuna, efsta skákmanninn 60 ára og eldri, sem og efsta keppandann 16 ára eða ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar sigurvegari Haustmóts TR; Þorvarður Skákmeistari TR

IMG_9944

Það sáust mögnuð tilþrif í lokaumferð Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur sem tefld var á miðvikudagskvöld. Allir flokkar unnust á 6 vinningum, engin af 28 skákum C-flokks lauk með jafntefli, keppendur á tveimur efstu borðum opna flokksins féllu á tíma í lokaumferðinni og í tveimur flokkum varð að skera úr um sigurvegara með stigaútreikningi. Toppbarátta A-flokks var æsispennandi þar sem Vignir Vatnar ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur haldið sunnudaginn 30.september

20180909_150243

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 30. september og hefst það kl. 13:00. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Sigurvegari Hraðskákmóts TR árið 2017 varð Vignir Vatnar Stefánsson. Þátttökugjald er 1.000kr fyrir 18 ára og eldri, en ...

Lesa meira »

HTR #6: Allt í járnum fyrir lokaumferðina

IMG_9985

Skáksalur Taflfélags Reykjavíkur lék á reiðiskjálfi í dag er 6.umferð Haustmóts félagsins var tefld. Að þessu sinni var hvorki um að kenna taktföstum bassatónum nágrannans né yfirstandandi þakviðgerðum. Titringurinn í skáksalnum var kominn til vegna þandra tauga keppenda sem margir hverjir glímdu við spennandi taflstöður þar sem fórnir og fléttur lágu í loftinu. Í A-flokki beindust flestra augu að friðardúfunum ...

Lesa meira »

HTR #5: Björn og Vignir efstir eftir 6 leikja jafntefli

20180909_150132

Margar spennandi skákir voru tefldar í 5.umferð Haustmótsins síðastliðið föstudagskvöld. Forystusauðir A-flokks slíðruðu sverð sín snemma, þrír eru enn taplausir í B-flokki, engin jafntefli hafa sést í 20 skákum C-flokks og fjórir eru jafnir á toppi opna flokksins. Skákunnendur biðu margir hverjir óþreyjufullir eftir toppslag Björns Þorfinnssonar og Vignis Vatnars Stefánssonar í A-flokki. Biðin reyndist mun lengri en skák þeirra ...

Lesa meira »

Hörð toppbarátta á Haustmótinu – Björn og Vignir efstir

IMG_9959

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur er nú meira en hálfnað og endaspretturinn framundan. 4.umferð var tefld á miðvikudagskvöld og harðnaði toppbaráttan verulega. Aðeins einn keppandi hefur enn fullt hús, fjórir eru taplausir í B-flokki og ekkert jafntefli hefur sést í 32 skákum C-flokks. Í A-flokki hafa þrír fræknir hugarleikfimismenn tekið afgerandi forystu þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson ...

Lesa meira »

Laugardagsmót TR hefjast á ný laugardaginn 22.september

20180325_141302

Laugardagsmót TR hefjast á ný laugardaginn 22.september. Sem fyrr eru tefldar 7 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur á skák auk þess sem 3 sekúndur bætast við eftir hvern leik (5+3). Mótin verða haldin alla laugardaga kl.14-16 og þau verða ekki reiknuð til stiga líkt og gert var síðasta vetur. Laugardagsmótin eru opin öllum börnum á grunnskólaaldri, óháð félagsaðild og styrkleika. ...

Lesa meira »

Spennan magnast á Haustmótinu

20180909_150243

Eftir þrjár umferðir á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur eru fimm skákmenn enn með fullt hús, tveir í opnum flokki, tveir í B-flokki og einn í C-flokki. Spennan er tekin að magnast, einkum í neðri flokkunum þremur, því efstu menn mætast í þeim öllum í næstu umferð. Í A-flokki eru efstir og jafnir þeir Vignir Vatnar Stefánsson og Jóhann Ingvason með 2,5 ...

Lesa meira »