Jóhann Ragnarsson sigraði á Þriðjudagsmóti en Birkir Karl örlagavaldur20180909_150243

Jóhann Ragnarsson vann tíunda Þriðjudagsmót TR með 3½ vinningi. Þeir Jóhann og Björgvin Víglundsson gerðu jafntefli í innbyrðis skák en það var Birkir Karl Sigurðsson sem varð örlagavaldurinn (sem er ekki það sama og áhrifavaldur en svipað) að þessu sinni. Í skák þeirra Jóhanns í 3. umferð lagði Jóhann mikið á stöðuna að vanda; þeytti fram peðum á miðborði og þegar þau voru búin, lögðu peðin á kónsgsvæng af stað. Birkir missti af vinningsleiðum og loks tókst Jóhanni að snúa á Birki í hróksendatafli þar sem sá síðarnefndi teygði sig aðeins of langt. Í síðustu umferð lagði Birkir hins vegar Björgvin Víglundsson og tryggði sjálfum sér þar með 2. sætið og Jóhanni sigurinn.  

Lokastöðuna að öðru leyti má sjá á Chess results 

Þetta var fyrra mótið af sumarútgáfu Þriðjudagsmótanna en seinna mótið verður 30. júlí, kl. 19:30 í Skákhöll TR í Faxafeni. Síðan verða mótin alla þriðjudaga frá og með 27. ágúst.