Hannes enn efstur TR-inga á Rvk open



Fimmta umferð Reykjavíkurmótsins fór fram í gær.  Hannes Hlífar Stefánsson (2563) gerði jafntefli við þýska alþjóðlega meistarann Dennis Breder (2427) og er í 12.-26. sæti með 3,5 vinning.  Stefán Kristjánsson (2472) tapaði fyrir stigahæsta keppanda mótsins, úkraínska stórmeistaranum Alexander Areshchenko (2673).

Páll Andrason (1564), Víkingur Fjalar Eiríksson (1882), Björn Jónsson (2012), Frímann Benediktsson (1939) og Kristján Örn Elíasson (1940) töpuðu sömuleiðis en Þröstur Þórhallsson (2442) og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir (1775) gerðu jafntefli í sínum skákum.  Guðmundur Kjartansson (2365) og Birkir Karl Sigurðsson (1355) unnu sínar skákir.

Efstir með 4,5 vinning eru úkraínski stórmeistarinn Yuriy Kryvorucho (2604) og franski skákmaðurinn Fabien Guilleux (2303).  Héðinn Steingrímsson (2547) og Henrik Danielsen (2482) eru efstir Íslendinga í 3.-11. sæti með 4 vinninga.

11 skákmenn úr TR taka þátt í mótinu (leiðrétting frá fyrri fréttum: Hörður Garðarsson er ekki meðlimur TR, heldur TA).  Þeir eru:

  • SM Hannes Hlífar Stefánsson (2563)
  • AM Stefán Kristjánsson (2472)
  • SM Þröstur Þórhallsson (2442)
  • FM Guðmundur Kjartansson (2365)
  • Björn Jónsson (2012)
  • Kristján Örn Elíasson (1940)
  • Frímann Benediktsson (1939)
  • Víkingur Fjalar Eiríksson (1882)
  • Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir (1775)
  • Páll Andrason (1564)
  • Birkir Karl Sigurðsson (1355)
  •  

    Sjötta umferð fer fram í dag og hefst kl. 16 en teflt er í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu.

    Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins og heimasíðu Skáksambands Íslands.