Vignir Vatnar og Ólafur B. sigurvegarar BorgarskákmótsinsVerðlaunahafar Borgarskákmótsins 2019. Hannes Hlífar varð að drífa sig eftir mót og baðst því undan myndatöku.

Verðlaunahafar Borgarskákmótsins 2019. Hannes Hlífar þurfti að drífa sig eftir mót og baðst því undan myndatöku.

Vignir Vatnar Stefánsson (Olís) og Ólafur B. Þórsson (Grillhúsið) komu fyrstir í mark á 34. Borgarskákmóti Reykjavíkur sem fór fram í Ráðhúsi borgarinnar í gær miðvikudag. Báðir fengu þeir 6 vinninga úr skákunum sjö og hlýtur Vignir fyrsta sætið eftir útreikning mótsstiga (tiebreaks). Jafnir í 3.-4. sæti með 5,5 vinnig urðu Daði Ómarsson (Kaupfélag Skagfirðinga) og stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (N1) þar sem Daði var ofar á stigum. 55 keppendur tóku þátt í mótinu sem er haldið af Taflfélagi Reykjavíkur og Skákfélaginu Hugin í samvinnu við Reykjavíkurborg.