Ríkharður Sveinsson er nýr formaður Taflfélags ReykjavíkurAðalfundur Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gær 6. ágúst í húsakynnum félagsins. Á fundinum var Ríkharður Sveinsson einróma kjörinn formaður en hann tekur við góðu búi af Kjartani Maack sem ákvað að stíga til hliðar eftir þrjú farsæl ár í starfi. Ríkharð þarf vart að kynna fyrir þeim sem til þekkja en hann er sannarlega enginn nýgræðingur og er öllum hnútum kunnugur í skákheiminum. Hann var formaður TR á árunum 1997-2001 og hefur verið viðloðandi skákstarf og setið í stjórn félagsins í áraraðir. Ríkharður er alþjóðlegur skákdómari og er með okkar allra reyndustu mönnum á því sviði. Stjórn TR hlakkar til komandi starfsárs undir forystu nýs formanns og þakkar Kjartani Maack fyrir vel unnin störf undanfarin misseri.

Stjórn TR 2019-2020 (120. starfsár)

Ríkharður Sveinsson – formaður
Gauti Páll Jónsson
Jon Olav Fivelstad
Magnús Kristinsson
Una Strand Viðarsdóttir
Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir
Þórir Benediktsson

1. vm Eiríkur K. Björnsson
2. vm Torfi Leósson
3. vm Daði Ómarsson
4. vm Kjartan Maack