Þriðjudagsmót TR hefjast á ný þann 27. ágúst



Þriðjudagsmót TR byrja þetta haustið þann 27. ágúst næstkomandi. Atskákmótin hófu göngu sína síðastliðið vor, og tvö mót voru að auki haldin í sumar, sem tókust vel til. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Mæti 20 skákmenn til leiks eða fleiri, er mótinu skipt fyrir miðju í tvo flokka en annars er teflt í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Umsjón með mótunum hafa þeir Eiríkur K. Björrnsson og Gauti Páll Jónsson. Þáttökugjald er 500kr. en frítt er fyrir 17 ára og yngri.