Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Einar vann í Mysliborz
Það fór eins og við var búist að Einar Sigurðsson vann sína skák í 2. umferð í Mysliborz. Andstæðingur hans lék af sér peði snemma tafls og var ekki viðbjargandi eftir það, þó hann hafi óneitanlega flýtt fyrir endinum með ónákvæmri taflmennsku. Hinar skákirnar eru allar í járnum þegar þetta er skrifað. Torfi Leósson
Lesa meira »