Kveðjur til BúdapestTveir vinir okkar T.R. -inga úr Taflfélaginu Helli sitja nú við taflborðið í Búdapest. Það eru hinn ungi og efnilegi Hjörvar Steinn Grétarsson og nýkrýndur AM-norms hafi Ingvar Þór Jóhannesson, sem einnig er þarna í hlutverki þjálfarans.

Hjörvar hefur staðið sig ágætlega eftir þrjár umferðir og hefur gert þrjú jafntefli. Ingvar hefur gert tvö jafntefli og tapað einni.

Menn voru að spá hér í gær, að héreftir verði hinn mikli baráttumaður Hjörvar ofurseldur jafnteflisdraugnum, en þjálfarar hans undanfarið eru víst báðir þekktir fyrir að gera óeðlilega oft jafntefli! Ekki síst þegar þeir tefla saman!

En T.R. síðan sendir baráttukveðjur út til Búdapest!

Frekari upplýsingar má finna á bloggsíðu Ingvars og á www.skak.is.