Guðmundur Kjartansson Íslandsmeistari í skák 2017



Guðmundur_Kjartansson2

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson varð í dag Íslandsmeistari í skák 2017 þegar hann lagði stórmeistarann Héðinn Steingrímsson í úrslitaskák í níundu og síðustu umferð Íslandsmótsins.

Er þetta í annað sinn sem Guðmundur verður Íslandsmeistari og er árangur hans sannarlega eftirtektarverður. Átta vinningar í skákunum níu og árangur sem reiknast upp á 2723 Elo-stig gefur til kynna að ekki er langt í stórmeistaratitilinn en Guðmundur þarf einvörðungu að ná 2500 stigum til að fá útnefningu stórmeistara af Alþjóðlega skáksambandinu FIDE þar sem áfangarnir þrír eru þegar í húsi.

Taflfélag Reykjavíkur óskar Guðmundi innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og glæsilega frammistöðu!