Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Sigur og jafntefli í 8. umferð á Politiken

Daði Ómarsson (2091) gerði jafntefli við Danann,  Michael Nguyen (2196), í áttundu umferð Politiken Cup sem fram fór í dag.  Daði hefur 4,5 vinning í 89.-130. sæti en hann tapaði tveimur skákum án þess að tefla. Atli Antonsson (1720) sigraði Danann,  Julius Mølvig (1256), og er með 3 vinninga í 222.-256. sæti. Alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2377), Bjarni Jens Kristinsson ...

Lesa meira »

Daði á siglingu á Politiken

Daði Ómarsson (2091) sigraði Danann,  Preben Nielsen (1929), í sjöundu umferð Politiken Cup sem fram fór í dag.  Daði hefur 4 vinninga í 85.-131. sæti en hann tapaði tveimur skákum án þess að tefla. Atli Antonsson (1720) gerði jafntefli við Danann,  Lene Kuntz (1435), og er með 2 vinninga í 260.-288. sæti. Alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2377) og Bjarni Jens Kristinsson (1985) ...

Lesa meira »

Sigur og tap TR-inga í 6. umferð Politiken

Daði Ómarsson (2091) sigraði Danann, Palle Nielsen (1877), í sjöttu umferð Politiken Cup sem fram fór í dag.  Daði hefur 3 vinninga og er í 129.-191. sæti en hann tapaði tveimur skákum án þess að tefla. Atli Antonsson (1720) tapaði fyrir Þjóðverjanum,  Bergit Brendel (2046), og er með 1,5 vinning í 269.-288. sæti. Alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2377), Bjarni Jens ...

Lesa meira »

Atli vann í 5. umferð Politiken

Atli Antonsson (1720) sigraði Svíann, Hannu L. Edvardsson (1300), í fimmtu umferð Politiken Cup sem fram fór í dag.  Daði Ómarsson (2091) tefldi ekki. Daði er með 2 vinninga 179.-240. sæti en Atli 1,5 vinning í 241.-269. sæti. Alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2377) og Bjarni Jens Kristinsson (1985) unnu sína andstæðinga í dag en Ólafur Gísli Jónsson (1899) tapaði.  Á ...

Lesa meira »

Töp í 4. umferð Politiken Cup

Daði Ómarsson (2091) og Atli Antonsson (1720) töpuðu báðir í fjórðu umferð Politiken Cup sem fram fór fyrr í dag.  Daði gegn danska Fide meistaranum, Tom Petri Petersen (2310), í ótefldri skák samkvæmt heimasíðu mótsins, en Atli gegn Dananum, Morten Nielsen (2006).  Á efstu borðum voru öll úrslit eftir bókinni, þ.e. sá stigahærri sigraði þann stigalægri. Daði er með 2 ...

Lesa meira »

3. umferð Politiken: Daði vann, Atli tapaði

Daði Ómarsson (2091) sigraði Danann, Peter Thomsen (1875), en Atli Antonsson (1720) tapaði fyrir Dananum, Ib V. N. Jensen (1986), í þriðju umferð Politiken Cup sem fram fór í dag.  Daði er með 2 vinninga í 47.-129. sæti en Atli er með 0,5 vinning í 264.-285. sæti. Alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2377), og Ólafur Gísli Jónsson (1899) unnu sínar skákir ...

Lesa meira »

Guðmundur náði stórmeistaraáfanga!

Fide meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), sló algjörlega í gegn á Skoska meistaramótinu sem lauk í dag.  Í níundu og síðustu umferðinni gerði hann jafntefli við enska stórmeistarann, Mark Hebden (2468), en það nægði honum til að landa sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli.  Skákin var mjög tvísýn og sveiflaðist um tíma fram og til baka í mjög flókinni stöðu.  Að lokum ...

Lesa meira »

Daði tapaði og Atli gerði jafntefli í 2. umf Politiken

Atli Antonsson (1720) gerði jafntefli við Danann, Torben Rosholm Pedersen (1987), en Daði Ómarsson (2091) tapaði fyrir pólska Fide meistaranum, Krzysztof Bulski (2392), í annarri umferð Politiken Cup sem lauk nú rétt í þessu. Bragi Þorfinnsson (2377), Bjarni Jens Kristinsson (1985) og Ólafur Gísli Jónsson (1899) unnu allir sínar viðureignir. Þriðja umferð fer fram í dag og hefst kl. 14 ...

Lesa meira »

Politiken Cup hófst í dag

Í dag hófst hið stóra og árlega mót, Politicen Cup, í Danmörku.  Að þessu sinni eru 307 skákmenn skráðir í aðalmótið en þar af eru fimm Íslendingar og á meðal þeirra eru tveir úr Taflfélagi Reykjavíkur; Daði Ómarsson (2091) sem er einn efnilegasti skákmaður landsins og Atli Antonsson (1720), sem snýr nú aftur að skákborðinu eftir nokkurra ára hlé.  Aðrir ...

Lesa meira »

Guðmundur sigraði í 8. umferð og nálgast stórmeistaraáfanga

Fide meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), fer hamförum á opna skoska meistaramótinu sem fram fer þessa dagana.  Í áttundu umferð, sem fram fór í dag, sigraði hann þriðja stórmeistarann á mótinu og að þessu sinn var það hinn skoski, Colin McNab (2474).  Guðmundur hefur að auki gert jafntefli við tvo aðra stórmeistara. Með sigrinum í dag skaust Guðmundur upp í 4.-5. ...

Lesa meira »

Hannes í 3.-9. sæti á opnu móti í Malaga

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2580), hafnaði í 3.-9. sæti með 6,5 vinning á opnu skákmóti sem lauk í dag í Malaga á Spáni.  Í níundu og síðustu umferð sem fram fór í dag sigraði hann spænska alþjóðlega meistarann, David Nieto Larino (2462). Árangur Hannesar samsvarar 2532 skákstigum og tapar hann tveimur stigum. Sigurvegarar mótsins með 7 vinninga voru serbneski stórmeistarinn, ...

Lesa meira »

Guðmundur gerði jafntefli við stigahæsta keppandann

Guðmundur Kjartansson (2356) gerði í dag jafntefli við skoska stórmeistarann, Jonathan Rowson (2591), í sjöundu umferð Skoska meistaramótsins en Rowson er stigahæsti keppandi mótsins.  Guðmundur stýrði svörtu mönnunum í tiltölulega rólegri skák þar sem tefldur var enskur leikur og fljótt urðu uppskipti á léttu mönnunum.  Þegar í endataflið var komið, þar sem hvor hafði báða hrókana og drottningu, virtist Guðmundur ...

Lesa meira »

Guðmundur með jafntefli í 6. umferð, Aron tapaði

Guðmundur Kjartansson (2356) gerði í dag jafntefli við skoska stórmeistarann Keti Arakhamia-Grant (2555) í sjöttu umferð skoska meistaramótsins sem fram fer í Edinborg.  Þegar út í endataflið var komið þar sem hvor var með drottningu og hrók ásamt þrem peðum leit út fyrir að Guðmundur hefði einhverja vinningsmöguleika.  Svo fór því ekki því Skotinn náði fram þráskák og jafntefli varð ...

Lesa meira »

Aftur sigrar Guðmundur indverskan stórmeistara

Guðmundur Kjartansson (2356) fer hamförum á Skoska meistaramótinu sem fram fer í Edinborg en í fjórðu umferð sigraði hann indverska stórmeistarann Magesh Chandran Panchanath (2493) í mjög skemmtilegri skák.  Guðmundur stýrði hvítu mönnunum og tefldi hvasst gegn Indverjanum, fórnaði manni í 19. leik og náði stórsókn í kjölfarið sem varð til þess að Indverjinn gafst upp eftir 34 leiki.  Guðmundur ...

Lesa meira »

Glæsilegur sigur hjá Guðmundi gegn stórmeistara í 3. umferð

Guðmundur Kjartansson (2356) sýndi styrk sinn í dag þegar hann sigraði indverska stórmeistarann S. Arun Prasad (2556) í þriðju umferð Skoska meistaramótsins.  Guðmundur, sem stýrði svörtu mönnunum, virtist vera með skákina í höndum sér alveg frá byrjun og náði góðri sókn gegn Indverjanum sem laut í gras eftir 41 leik.  Aron Ingi Óskarsson (1876) tapaði fyrir skoska skákmanninum Ian McDonald ...

Lesa meira »

Guðmundur vann í 2. umferð en Aron tapaði

Guðmundur Kjartansson (2356) sigraði skoska skákmanninn Graeme Kafka (2077) í 2. umferð Skoska meistaramótsins sem fram fór í dag.  Aron Ingi Óskarsson (1876) tapaði hinsvegar fyrir Englendingnum Dominic Foord (2069). Guðmundur er með fullt hús, tvo vinninga, en Aron Ingi er ekki kominn á blað.  Ekki liggur fyrir pörun þriðju umferðar sem fer fram á morgun. Heimasíða mótsins Skákirnar í ...

Lesa meira »

Guðmundur og Aron tefla á skoska meistaramótinu

Enn heldur Guðmundur Kjartansson (2356) áfram þátttöku sinni á erlendum skákmótum og tekur nú þátt í þriðja og síðasta móti sínu í þessum túr en hann hóf leik í dag á Skoska meistaramótinu.  Ásamt honum tekur annar TR-ingur þátt, Aron Ingi Óskarsson (1876). Í fyrstu umferð sem fram fór í dag mætti Guðmundur þýska skákmanninum Fan Zhang (2058) og bar ...

Lesa meira »

Big Slick pistill Guðmundar

Guðmundur Kjartansson hefur tekið saman pistil um þátttöku sína á nýafstöðnu Big Slick skákmóti í London. Big Slick Nú er annað mótið í þriggja móta skáktúr mínum lokið og skoska meistaramótið framundan þar sem ég tek þátt ásamt Aroni Inga Óskarssyni.  Big Slick mótið fór fram í London þar sem ég er staddur nú og er þetta í fyrsta skipti ...

Lesa meira »

Guðmundur tapaði í lokaumferðinni

Guðmundur Kjartansson (2388) tapaði fyrir enska skákmanninum, Peter S. Poobalasingam (2240), í níundu og síðustu umferð Big Slick mótsins sem fram fór í London.  Guðmundur hlaut 2,5 vinning og hafnaði í níunda sæti.  Árangur hans samsvarar 2222 skákstigum og tapar hann um 30 stigum. Sigurvegarar mótsins með 6,5 vinning voru enski stórmeistarinn Keith C. Arkell (2517) og rússneski stórmeistarinn Alexander ...

Lesa meira »

Enn gerir Guðmundur jafntefli

Fimmta jafnteflið í röð hjá Guðmundi Kjartanssyni (2388) á Big Slick mótinu er staðreynd eftir að hann og portúgalski stórmeistarinn, Luis Galego (2454), skildu með skiptan hlut í áttundu umferð sem fram fór í dag. Guðmundur hefur 2 vinninga og er í níunda sæti fyrir lokaumferðina sem fram fer á morgun en þá mætir hann stigalægsta keppanda flokksins, enska skákmanninum, ...

Lesa meira »