Frá 1. til 8. október næstkomandi mun alþjóðlegt lokað 10 manna stórmót verða haldið í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur. Þá fer fram í fyrsta sinn Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur sem stefnt er að, að verði árviss viðburður í framtíðinni. Mótið verður geysiöflugt og meðal þátttakenda eru þrír stórmeistarar og fimm alþjóðlegir meistarar. Aðstæður verða eins og best verður á kosið, bæði fyrir ...
Lesa meira »Uncategorized
Sigur hjá Guðmundi í annari umferð
Eftir óvænt jafntefli í fyrstu umferð kom alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sterkur til baka í annrri umferð sem fram fór í dag í Barcelona þar sem hann lagði króatískan keppanda með svörtu. Guðmundur hefur því 1,5 vinning að loknum tveimur umferðum en í þriðju umferð, sem fer fram á morgun, hefur hann hvítt gegn franska skákmanninum Samuel Malka (2170). Viðureignin ...
Lesa meira »Guðmundur byrjar með jafntefli í Barcelona
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson heldur ótrauður áfram taflmennsku sinni á Spáni og tekur nú þátt í opnu alþjóðlegu móti í Barcelona. Fyrsta umferð fór fram í gær og gerði Guðmundur jafntefli gegn stigalágum (2045) heimamanni. Önnur umferð fer fram í dag og þá mætir Guðmundur króatískum keppanda með 2096 stig. Tefldar eru tíu umferðir sem allar hefjast kl. 14.30 ...
Lesa meira »Harpa gengur í T.R.
Skákdrottningin Harpa Ingólfsdóttir Gígja er gengin til liðs við Taflfélag Reykjavíkur. Harpa varð Íslandsmeistari stúlkna árið 1995 og sama ár Íslandsmeistari með sveit Árbæjarskóla í sveitakeppni stúlkna. Hún hefur tekið þátt í heimsmeistaramótum ungmenna, þremur ólympíumótum, norðurlandamótum og evrópumeistaramótum. Harpa hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari kvenna, árið 2000 og 2004. Þá hefur hún hefur setið í stjórn Skáksambands Íslands, í stjórn ...
Lesa meira »Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013 hefst sunnudaginn 15. september kl.14. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt. Mótið er öllum opið. Mótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Sú nýbreytni verður að teflt er tvisvar í viku. Alls ...
Lesa meira »Guðmundur í 7.-13. sæti í Figueres
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson heldur för sinni áfram á Spáni þar sem hann heldur sig enn við Katalóníu-hérað því dagana 11.-18. ágúst tók hann þátt í opnu alþjóðlegu móti í Figueres sem er einna helst þekkt fyrir að vera fæðingarborg Salvador Dali. Tefldar voru níu umferðir í þremur flokkum og tefldi Guðmundur í sterkasta flokknum þar sem hann var ...
Lesa meira »Róbert og Hallgerður sigruðu á Stórmótinu
Hin árlega skákhátíð Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag, en hátíðin hefur fyrir löngu unnið sér sess sem óopinbert upphaf skákvertíðarinnar. Dagskráin hófst á útitafli, venju samkvæmt. Að þessu sinni var teflt með taflmönnunum frá útitaflinu á Lækjartorgi, en hin fyrri ár hefur jafnan verið teflt lifandi tafl. Fráfarandi formaður TR, Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, stýrði hvítu ...
Lesa meira »Guðmundur í 9.-15. sæti í Badalona
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hafnaði í 9.-15. (10.) sæti í opnu alþjóðlegu móti sem fram fór í Badalona á Spáni. Guðmundur hlaut 6 vinninga í níu umferðum, vann fimm viðureignir, gerði tvö jafntefli og tapaði tvisvar. Árangur Guðmundar jafngildir 2459 Elo stigum og hækkar hann lítillega á stigum. Keppendur í flokki Guðmundar voru tæplega eitthundrað talsins, þar af voru sex ...
Lesa meira »Stórmót Árbæjarsafns og T.R. fer fram á sunnudag
Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram í níunda sinn sunnudaginn 11. ágúst. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Breyting verður gerð á lifandi taflinu sem verið hefur árviss atburður á Stórmóti Árbæjarsafns og T.R. Notast verður nú við taflmennina af útitafli Reykjavíkur í stað “lifandi taflmanna”. ...
Lesa meira »Ziska með áfanga að stórmeistaratitli
Hinn dyggi liðsmaður Taflfélags Reykjavíkur, alþjóðlegi meistarinn Helgi Dam Ziska (2468) tryggði sér í dag sinn fyrsta áfanga að stórmeistaratitli í næstsíðustu umferð Riga Open í Lettlandi. Þá tefldi hann 110 leikja maraþonskák við úkraínska stórmeistarann Júrí Vovk (2608) og náði að lokum jafntefli sem tryggði honum áfangann. Helgi er búinn að tefla mjög vel á mótinu, mætt 6 stórmeisturum ...
Lesa meira »Guðmundur byrjar vel í Badalona
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hefur 4,5 vinning að loknum sex umferðum og situr í 4.-14. sæti í opnu alþjóðlegu móti í Badalona á Spáni. Eftir tap í annari umferð hefur hann verið á góðu flugi þar sem hann vann þrjár skákir í röð, þar á meðal gegn tveimur alþjóðlegum meisturum, og í sjöttu umferð gerði hann jafntefli við stigaháan (2516) ...
Lesa meira »Ziska teflir vel í Riga
Nú stendur yfir í Riga í Lettlandi opið alþjóðlegt mót, þar sem taka þátt meðal annara bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir. Bragi hefur 3 vinninga eftir fjórar umferðir, meðan Björn hefur náð í hús 2.5 En á mótinu teflir líka T.R-ingurinn og alþjóðlegi meistarinn Helgi Dam Ziska (2468) frá Færeyjum. Hann hefur byrjað af miklum krafti og hlotið 3.5 vinning ...
Lesa meira »Guðmundur sestur að tafli í Badalona
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hefur 1 vinning að loknum tveimur umferðum í opnu alþjóðlegu móti í Badalona á Spáni. Í fyrstu umferð sigraði hann heimamann með 2146 stig en tapaði fyrir skoskum keppenda (2228) í annari umferð. Í þriðju umferð, sem hefst í dag kl. 15, mætir hann öðrum Spánverja (2159). Guðmundur teflir í A-flokki þar sem keppendur eru ...
Lesa meira »Glud nær sínum öðrum stórmeistaraáfanga
Danski alþjóðameistarinn Jakob Vang Glud (2520) tryggði sér í dag sinn annan áfanga að stórmeistartitli. Þá gerði hann stutt jafntefli við pólska stórmeistarann Krzysztof Bulski (2534) í níundu og næstsíðustu umferðinni á Politiken Cup og hefur nú 7 vinninga. Jakob er búinn að tefla fantavel á mótinu, ekki tapað skák og verið öryggið uppmálað. Glud er landanum að góðu kunnur því ...
Lesa meira »Guðmundur í 32.-51. sæti í Andorra
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2444) hafnaði í 32.-51. (34) sæti í opnu alþjóðlegu móti í Andorra sem lauk á sunnudag. Guðmundur fékk 5,5 vinning úr níu umferðum, vann fimm skákir, tapaði þremur og gerði eitt jafntefli. Árangur hans jafngildir 2384 ELO stigum og lækkar hann lítillega á stigum. Tap í lokaumferðinni dróg Guðmund nokkuð niður en í næstsíðustu umferðinni gerði hann gott jafntefli ...
Lesa meira »Oleksienko sigraði á Czech Open
Úkraínski stórmeistarinn og T.R.-ingurinn Mykhailo Oleksienko (2568) sigraði ásamt Liviu-Dieter Nisipeanu (2670) á Czech Open sem lauk í gær. Eftir að hafa byrjað frekar rólega með 1.5 vinning úr fyrstu þremur skákunum, skipti hann um gír og vann sex skákir í röð! Í seinustu umferð lagði hann stórmeistarann Viktor Laznicka (2684) afskaplega áreynslulaust og tryggði sér þar með skipt fyrsta sætið. ...
Lesa meira »Guðmundur teflir í Andorra
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sigraði í fyrstu umferð í opnu alþjóðlegu móti sem fer fram í Andorra 20.-28. júlí. Andstæðingur Guðmundar var fremur stigalár með tæplega 2000 stig en í dag mætir hann frönskum skákmanni með 2157 stig. 178 keppendur frá tuttugu löndum taka þátt í mótinu, þeirra á meðal 16 stórmeistarar og 13 alþjóðlegir meistarar. Tefldar eru níu umferðir. ...
Lesa meira »Sergey Fedorchuk í T.R.
Úkraínski ofurstórmeistarinn Sergey Fedorchuk (2667) er genginn til liðs við Taflfélag Reykjavíkur. Fedorchuck varð evrópumeistari unglinga undir 14 ára árið 1995, en meðal annara afreka hans má nefna efsta sætið á Cappelle la Grande Open árið 2008, ásamt TR-ingunum Vugar Gashimov (2737), Erwin L’Ami (2640), nýbökuðum skákmeistara Úkraínu, Yuriy Kryvoruchko (2678) og fleirum. Einnig sigraði hann á Dubai Open 2006 ásamt Armenunum ...
Lesa meira »Þorvarður Fannar í T.R.
Þorvarður Fannar Ólafsson (2266) er genginn til liðs við Taflfélag Reykjavíkur. Þorvarður, sem var síðast í Víkingaklúbbnum og þar áður Haukum, er skákiðkendum að góðu kunnur enda hefur hann verið fastur gestur í íslensku mótahaldi um árabil. Það er mikill styrkur fyrir félagið að fá Þorvarð í lið með sér en þess má geta að Þorvarður hefur náð góðum árangri að undanförnu og ...
Lesa meira »Guðmundur að tafli á Spáni
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson setur markið hátt í skákinni og stefnir ótrauður á stórmeistaratitil. Hann hefur því verið mjög ötull í þátttöku í skákmótum undanfarin misseri og tefldi til að mynda á annað hundrað skákir á síðasta ári ásamt því að hafa þegar teflt rúmlega eitthundrað skákir það sem af er þessu ári. Þessi mikla ástundun Guðmundar, ásamt öflugum stúderingum, ...
Lesa meira »
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins