Barna- og unglingafréttir

Fjöltefli og fjör á vorhátíðarskákæfingu TR

vorhatid2015 (7)

Laugardaginn 16. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. Um 40 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð, þar sem einnig fór fram verðlaunaafhending fyrir ástund og árangur á æfingum félagsins í vetur. Skemmtilegt var hvað mæting var góð úr öllum skákhópunum: byrjendahópunum, laugardagsæfingahópnum, afrekshópnum og stelpuskákhópnum. Salurinn var uppraðaður fyrir ...

Lesa meira »

Mykhaylo sigurvegari lokamóts Bikarsyrpunnar

bikar15_r5 (4)

Í dag fóru fram tvær síðustu umferðirnar í fjórða og síðasta móti Bikarsyrpu TR þetta tímabilið og var loftið sannarlega lævi blandið í Skákhöll félagsins að Faxafeni.  Upp úr klukkan tíu í morgun tóku keppendur að tínast á skákstað, enn á ný tilbúnir að murka líftóruna úr andstæðingum sínum, alltsvo á hinum mögnuðu 64-reita borðum. Fyrir fjórðu umferð leiddi Nikulás ...

Lesa meira »

Nikulás efstur á lokamóti Bikarsyrpunnar – Rosaleg barátta

bikars15_ (6)

Slagsmál, bardagar og drápshótanir flugu út um allt í Skákhöllinni í dag en viðstaddir kipptu sér lítið upp við atganginn, jafnvel foreldrar og forráðamenn ungmennanna sem áttu í hlut gerðu ekkert til að stöðva brjálæðið.  Enda var hér um að ræða hina blóði drifnu bardaga taflmannanna þrjátíu-og-tveggja á hinum dýrmætu svart-hvítu reitum, sem telja alls sextíu-og-fjóra, þegar önnur og þriðja ...

Lesa meira »

Lokamót Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur hafið!

bikarsyrpa_4_r1-17

Fjórða og lokamótið í hinni glæsilegu Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur hófst í dag er fyrsta umferðin af fimm var tefld.  Keppendur í mótinu nú eru færri en í hinum mótunum þremur og skýringanna eflaust að leyta til þess að um “langa helgi” er að ræða auk þess sem nokkrir af “fastagestum” mótsins taka nú þátt í landsmótinu í skólaskák sem fram ...

Lesa meira »

Fjórða mótið í Bikarsyrpu T.R. hefst föstudaginn 1. maí

kravch_aron

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 1999 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau. Fjórða mótið í syrpunni hefst föstudaginn 1. maí og stendur til ...

Lesa meira »