Annað mótið í Bikarsyrpu TR hófst í dag



Annað mótið í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur hófst í dag þegar tefld var fyrsta umferðin af fimm.  19 keppendur taka þátt að þessu sinni, en nokkra fastagesti vantar að þessu sinni.  Einn þeirra,  Aron Þór Mai sem hefur verið afar sigursæll á mótaröðinni er nú ekki gjaldgengur lengur á mótið þar sem hann hækkaði um heil 124 stig á síðasta stigalista Fide og er kominn vel yfir sextánhundruð skákstig.  Taflfélag Reykjavíkur óskar honum til hamingju með árangurinn.

Bikarsyrpan_mot1_2015-2016-10

Jón Þór Lemery

Það er ljóst að það stefnir í mjög spennandi keppni enda skilja einungis 33 stig að sex efstu keppendurna!  Stigahæstur er Jón Þór Lemery með 1377, Stephan Briem hefur 1376 og Birkir Ísak Jóhannsson þriðji með 1348.

Úrslit í fyrstu umferð voru að mestu eftir bókinni góðu, með einni undantekningu þó, þegar Steinþór Örn Gíslason (0) sigraði Alexander Bjarnþórsson (1228) í vel tefldri skák.

Önnur umferð hefst í fyrramálið kl. 10.30 og þá mætast meðal annars Ísak Orri Karlsson og Jón Þór Lemery,  Birkir Ísak og Þorsteinn Magnússon meðan Steinþór Örn mætir Halldór Atla Kristjánssyni.

Fylgjast má með úrslitum og stöðunni í mótinu hér