Róbert Luu sigurvegari á 3. móti BikarsyrpunnarVerðlaunahafar. Jón Þór, Róbert og Alexander Oliver

Verðlaunahafar. Jón Þór, Róbert og Alexander Oliver

Það var Róbert Luu sem stóð uppi sem sigurvegari á gríðarlega spennandi og sterku Bikarsyrpumóti sem fór fram nú um helgina.  Úrslit réðust ekki fyrr en að niðurstaða síðustu skákarinnar í lokaumferðinni var ljós, svo jöfn var staðan á toppnum.  Úr varð að fjórir keppendur komu jafnir í mark með 4 vinninga en það voru ásamt Róberti þeir Alexander Oliver Mai, Jón Þór Lemery og Jason Andri Gíslason.  Að loknum flóknum stigaútreikningi þar sem hreinlega rauk úr tölvu félagsins hlaut Róbert sem fyrr segir fyrsta sætið, Alexander annað sætið og Jón Þór það þriðja.  Gaman er að segja frá því að Alexander og Jón Þór höfnuði í sömu sætum í öðru móti Bikarsyrpunnar.

Bjartur Þórisson, 6 ára, vann góðan sigur í fyrstu umferð.

Bjartur Þórisson, 6 ára, vann góðan sigur í fyrstu umferð.

Helstu úrslit í lokaumferðinni urðu þau að á efsta borði gerðu Birkir Ísak Jóhannsson og Alexander Oliver jafntefli en á sama tíma lögðu Róbert og Jón Þór þá Ólaf Örn Ólafsson og Kristján Dag Jónsson.  Birkir Ísak, Halldór Atli Kristjánsson og Ísak Orri Karlsson komu næstir í mark með 3,5 vinning.

Jason Andri Gíslason átti gott mót og halaði inn 62 Elo-stig.

Jason Andri Gíslason átti gott mót og halaði inn 62 Elo-stig.

Taflfélag Reykjavíkur þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna og við vonumst til að sjá ykkur öll á nýjan leik í fjórða móti syrpunnar sem fer fram helgina 12.-14. febrúar.

Mikið líf var í Skákhöllinni um helgina.

Mikið líf var í Skákhöllinni um helgina.

Myndir frá mótum Bikarsyrpunnar má sjá hér að neðan.