Aron Þór unglingameistari Taflfélags ReykjavíkurBarna- og unglingameistaramót TR og stúlknameistaramót TR fór fram mitt í sannkölluðu vetrarfríi, en fyrsti snjórinn vitjaði Reykjavíkur í nótt.

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-1

Daniel Ernir Njarðarson og Þorsteinn Magnússon mættust í sjöttu umferð

Þrátt fyrir skólafrí, þátttöku 17 íslenskra ungmenna á HM í Grikklandi og stíft mótahald undanfarið var þátttaka ágæt í mótinu, en 15 tóku þátt í Barna- og unglingameistaramótinu en 8 í stúlknameistaramótinu.

Tefldar voru 15 mín. skákir og gaman var að sjá hvað krakkarnir nýttu tímann vel, en það voru gjarnan nokkrar skákir sem vörðu í heilan hálftíma.

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-2

Aron Þór (t.h.) í skák sinni við Stephan Briem

Aron Þór Mai varð unglingameistari TR 2015. Sigur hans var sanngjarn og sannfærandi. Aron hlaut 6 vinninga og varð einum og hálfum vinningi á undan næsta manni. Aron sýndi mikla keppnishörku og stóð sjaldan tæpt, en tók yfirvegaða áhættu.

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-15

Mykhaylo Kravchuk

Í 2.-5.sæti með 4,5 vinninga urðu Mykhaylo Kravchuk, Þorsteinn Magnússon, Alexander Oliver Mai og Hjörtur Kristjánsson og urðu Mykhaylo og Þorsteinn í 2. og 3. sæti á stigum. Mykhaylo hlaut jafnframt verðlaun fyrir bestan árangur 11-12 ára.

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-7

Hjörtur Kristjánsson

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-22

Alexander Oliver Mai

Sérstök verðlaun voru veitt í fjórum aldursflokkum, 8 ára og yngri, 9-10 ára , 11-12 ára og 13-15 ára.

Bestum árangri 8 ára og yngri náði Gunnar Erik Guðmundsson. Framtíðardrengur þar sem hlaut 2 vinninga og dýrmæta reynslu.

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-9

Kristján Dagur Jónsson tefldi mjög vel í dag

Bestum árangri 9-10 ára náði Kristján Dagur Jónsson, sem átti frábært mót. Kristján hlaut 4 vinninga og náði góðum árangri á móti sterkum andstæðingum.  Kristján er í mikilli framför og með leikgleðina að vopni er hann öllum skeinuhættur andstæðingur.

Í flokki 11-12 ára varð Mykhaylo Kravchuk efstur eftir sigur á Daníel Erni Njarðarsyni í lokaumferðinni.  Efstur í flokki 13-15 ára varð sigurvegari mótsins Aron Þór Mai.

 

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-20

Ylfa Ýr Hákonardóttir sigraði í stúlknaflokki

Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir sigraði glæsilega í stúlknameistaramótinu, en hún hlaut 6,5 vinninga, gerði einungis jafntefli við Svövu en vann aðrar. Ylfa hlaut jafnframt verðlaun í flokki 9-10 ára og það er ljóst að hér er mikið efni á ferð.

Í 2.sæti varð Valgerður Jóhannesdóttir með 6 vinninga og náði jafnframt bestum árangri 13-15 ára.

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-3

Svava Þorsteinsdóttir í skák sinni gegn Freyju Dögg De Leon

Stúlknameistari TR varð hinsvegar Svava Þorsteinsdóttir sem hlaut 5,5 vinninga og lenti í 3.sæti í mótinu.

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-5

Elsa Kristín Arnaldardóttir einbeitt á svip

Bestum árangri 8 ára og yngri náði svo hin stórefnilega Elsa Kristín Arnaldardóttir, sem hlaut 3,5 vinninga.

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-35

Frá vinstri: Gunnar Erik Guðmundsson, Kristján Dagur Jónsson, Mykhaylo Kravchuk, Aron Þór Mai og Þorsteinn Magnússon

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-29

Frá vinstri: Elsa Kristín Arnaldardóttir, Svava Þorsteinsdóttir, Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir og Valgerður Jóhannesdóttir

Taflfélag Reykjavíkur þakkar þátttakendum í mótinu kærlega fyrir skemmtilega og drengilega keppni og óskar sigurvegurunum innilega til hamingju með árangurinn.

Úrslit í opnum flokki

Úrslit í stúlknaflokki