Blog Page

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

rvkmotgrsksv-620x330

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta ...

Lesa meira »

Boðsmót TR verður 10.-12. maí!

345106567_641068031246471_7787960832088861433_n (1)

Boðsmót TR verður haldið dagana 10.-12. maí næstkomandi. Þrátt fyrir nafngiftina er mótið opið öllum! Núverandi boðsmótsmeistari er Hilmir Freyr Heimisson. Mótið var haldið frá 1968 til 2007 og endurvakið 2022. Fyrirkomulag mótsins: Föstudagurinn 10. maí klukkan 19:30 1.-4 umferð. Atskákir með tímamörkunum 15+5 Laugardagurinn 11.  maí klukkan 11: 5. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 Laugardagurinn 11.  maí klukkan 17: 6. umferð, kappskák með ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

rvkmotgrsksv-620x330

Hraðskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru 10 skákir og tímamörkin eru 3 mínútur á skákina að viðbættum 2 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta ...

Lesa meira »

Rimaskóli sigursæll á Reykjavíkurmóti grunnskóla 2024!

Rimaskóli vann í flokki 4.-7. bekkjar! Mynd: Helgi Árnason.

  Reykjavíkurmót grunnskóla 2024 fór fram dagana 3. og 4. apríl síðastliðinn. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla og frístundasviðs Reykjavíkur (SFS) og Taflfélags Reykjavíkur. Keppt var í þremur flokkum, 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk. Fyrri daginn fór fram keppni 1.-3. bekkjar og daginn eftir voru eldri flokkarnir haldnir hver af öðrum, sá seinni samhliða fimmtudagshraðskákmóti TR sem ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld!

rvkmotgrsksv-620x330

Hraðskákmót öðlinga 2024 fer fram miðvikudaginn 10. apríl, og hefst taflmennskan kl. 19.30. Mótið er opið fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1984 og síðar). Tefldar verða 7 umferðir með 5+3 umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lýkur þann 3. apríl. Þátttökugjald er kr. 1,000 fyrir þá sem tóku ekki þátt ...

Lesa meira »

Theodór Eiríksson sigurvegari Bikarsyrpu IV, Emilía Embla efst stúlkna

forsíðumynd bikarsyrpa IV 2024

Helgina 5-7 apríl fór fram fjórða mótið í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Mótaröðin sem er að fagna tíu ára afmæli sínu er orðið eitt af fjölmennustu ungmennamótum landsins og hefur færst meir í vinsældir síðustu ár. Er þetta jafnframt eitt af fáum kappskákmótum sem eingöngu er ætlað þessum ákveðna aldurshóp.  Að þessu sinni voru 48 keppendur mættir til leiks og af ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskóla 2024 verður 3. og 4. apríl

Reykjavíkurmót-grunnskóla-2017-1024x376

Reykjavíkurmót grunnskólasveita 2024 hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 miðvikudaginn 3. apríl kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkjar. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt eins og undanfarin ár; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram daginn eftir, fimmtudaginn 4. apríl. ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa IV (5-7 apríl) 2023-24

BikarsyrpanBanner_generic

Helgina (5-7 apríl) fer fram næsta mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fjórða mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2023-24. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur að Faxfeni 12 Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja ...

Lesa meira »

Þriggja ára samningur við Aleksandr Domalchuk-Jonasson

aleksandr

Aleksander Domalchuk-Jonassona hefur skrifað undir samning við félagið um stuðning til næstu þriggja ára til að gera honum kleift að ná markmiðum sínum í skák og að tefla fyrir hönd félagsins innan lands sem utan. Aleksandr hefur bætt sig mikið á stuttum tíma og varð til að mynda alþjóðlegur meistari ásamt því að ná stórmeistaraáfanga, á nýloknu Íslandsmóti skákfélaga. Stuðningurinn ...

Lesa meira »

Páskahraðskákmót TR fer fram á morgun!

paskaegg

Páskahraðskákmót TR fer fram laugardaginn 30. mars klukkan 13:00. Tefldar verða 11. umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þáttökugjöld: 1000 krónur. 500 krónur fyrir 17 ára og yngri og ókeypis fyrir 17 ára og yngri í TR, og alla alþjóðlega- og stórmeistara. Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í gula kassanum á skak.is ...

Lesa meira »

Það verða skákæfingar á morgun!

lau-aef (2)

Æfingar falla ekki niður á morgun, laugardaginn 30. mars nema manngangskennsla. Byrjendaflokkur og framhaldsflokkur á sínum stað.  

Lesa meira »

Æskan sigrar á Stúlkna- og Drengjameistaramóti Reykjavíkur

Emilía og Pétur liggjandi

Pétur Úlfar og Emilía Embla Reykjavíkurmeistarar. Það voru hátt í 100 krakkar (97 í allt) sem söfnuðust saman í dag í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur og háðu skemmtilega orrustu á reitunum 64 á Stúlkna- og Drengjameistaramóti Reykjavíkur. Skipt var í fjóra flokka, þrjá yngri aldursflokka og einn opinn flokk. Miðað við þátttökuna er ekki ólíklegt að skipta þurfi í fleiri flokka ...

Lesa meira »

Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur fer fram 10. mars

dsmot_tr_2023_19

Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 10. mars í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Þátttökugjöld eru kr.1000 (í alla flokka).  Hægt er að greiða þátttökugjöld með millifærslu inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur nr. 0101-26-640269, kt.640269-7669. Vinsamlegast sendið kvittun með nafni keppanda á taflfelag@taflfelag.is. Einnig verður hægt að greiða á staðnum. Skráningu í alla flokka lýkur kl. 17 laugardaginn 9. mars. Skráningarform er ...

Lesa meira »

Arnaldur Árni sigurvegari Bikarsyrpu III, Emilía Embla efst stúlkna

Verðlauna afhending

Helgina 16-18 febrúar fór fram þriðja Bikarsyrpu mótið á tímabilinu 2023-24. Þessa helgi voru mættir 51 keppendur sem er nýtt met fyrir mótaröðina sem hefur verið haldin í heilan áratug. Er það endurspeglun á öflugu barnastarfi hjá fleiri félögum. Má þar nefna KR og Hauka sem fjölmenntu að þessu sinni. Það sem gerir þessi mót alltaf skemmtileg er fjölbreytileiki keppenda ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa III (2023-24) hefst á morgun!

BikarsyrpanBanner_generic

Helgina (16-18 febrúar) fer fram næsta mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er þriðja mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2023-24. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur að Faxfeni 12 Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst á miðvikudaginn!

rvkmotgrsksv-620x330

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri (fædd 1984 og fyr) hefst miðvikudaginn 14. febrúar kl. 18.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Eftir 40 leiki bætast við 15. mínútur. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Lenka Ptácníková. Dagskrá  1. umferð miðvikudag 14. febrúar kl. 18.30 2. umferð ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur 2024

329691299_527688552681665_1851690870618079097_n

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudaginn 7. febrúar og hefst taflið kl.19:30. Tefldar verða 9 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Ef fjöldi keppenda fer yfir 40 verða telfdar 11 skákir. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem ...

Lesa meira »

Breytingar á stjórn TR

rvkmotgrsksv-620x330

Eftir andlát Ríkharðs Sveinssonar formanns félagsins voru gerðar nokkrar breytingar á stjórn félagsins. Gauti Páll Jónsson, varaformaður, er starfandi formaður út starfsárið og Una Strand Viðarsdóttir varaformaður. Eiríkur K. Björnsson var fyrsti varamaður og kemur nú inn í aðalstjórn. Aðalstjórn fram að aðalfundi 2024 Gauti Páll Jónsson – Starfandi formaður Una Strand Viðarsdóttir – Varaformaður Magnús Kristinsson – Gjaldkeri Jon Olav ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur 2024 hafið

pro-u8x3FdSc

Skákþing Reykjavíkur 2024 var keyrt í gang þann 7.janúar Að þessu sinni eru 59 keppendur skráðir til leiks. Við setningu mótsins voru keppendur fræddir um lífseigni Skákþings Reykjavíkur sem hefur verið haldið linnulaust síðan 1932. Eftir að formaður félagsins Gauti Páll lauk máli sínu kom það í hlut Helga Ólafssonar stórmeistara að leika fyrsta leiknum á efsta borði í skák Hilmis Frey ...

Lesa meira »