Arnaldur Árni sigurvegari Bikarsyrpu III, Emilía Embla efst stúlknaHelgina 16-18 febrúar fór fram þriðja Bikarsyrpu mótið á tímabilinu 2023-24.

Þessa helgi voru mættir 51 keppendur sem er nýtt met fyrir mótaröðina sem hefur verið haldin í heilan áratug. Er það endurspeglun á öflugu barnastarfi hjá fleiri félögum. Má þar nefna KR og Hauka sem fjölmenntu að þessu sinni. Það sem gerir þessi mót alltaf skemmtileg er fjölbreytileiki keppenda sem eru margir að taka sýn fyrstu skref að tefla lengri skákir. Þrátt fyrir tímamörkin (30 mín á keppenda) eru sumar skákir oft í styttri kantinum á meðan aðrir nýta tímann meira. Lengsta skákin í mótinu var hjá þeim félögum Kára og Funa sem tefldu 104 leikja maraþon skák í yfir tvo tíma. Hvorugur vildi bjóða jafntefli en á endanum þurftu þeir að sættast á jafnan hlut.

fyrstu skákirnar

Fyrir loka umferðina voru tveir keppendur efstir með 5.5 vinning. Voru það Arnaldur Árni og Theodór Eiríksson sem leiddu allt mótið og höfðu aðeins gert jafntefli innbyrðis.

Í loka umferðinni mættust Arnaldur Árni og Jóel Helmer á efsta borði á meðan það kom í hlut Einars Helga að tefla við Theodór. Arnaldur vann sína skák og stöðvaði sigurgöngu Jóels sem hafði einnig átt mjög gott mót. Arnaldur Árni fór þess vegna ósigraður í gegnum mótið og endaði með 6.5 vinning. Einar Helgi sigraði einnig sína skák og náði þar með að blanda sér í topp baráttuna.

Í 2-4 sæti urðu Theodór Eiríksson, Einar Helgi og Örvar Hólm með 5.5 vinninga. Nokkuð margir komu síðan rétt á eftir með 5. vinninga og þar á meðal Emilía Embla sem var efst stúlkna í mótinu.

1-3 sæti

🥇Arnaldur Árni Pálsson 6.5

🥈Theodór Eiríksson 5.5  (30.5)

🥉Einar Helgi Dóruson 5.5 (28)

1-3 sæti stúlkna

Stúlknaverðlaun

🥇Emilía Embla B. Berglindardóttir 5.0

🥈Halldóra Jónsdóttir 3.5

🥉Emilía Sigurðardóttir  3.0

Taflfélag Reykjavíkur vill þakka öllum keppendum fyrir þátttöku og vonumst til að sjá sem flesta á næsta móti í mótaseríunni sem auglýst verður fljótlega.

 

Hægt er sjá lokastöðun mótsins á Chess-results:Bikarsyrpa III 2023-24About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.