Hraðskákmót Reykjavíkur 2024



Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudaginn 7. febrúar og hefst taflið kl.19:30.

Tefldar verða 9 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Ef fjöldi keppenda fer yfir 40 verða telfdar 11 skákir.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum.

Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Skráning fer fram á skákstað og lýkur henni kl.19:20. Keppendur er vinsamlegast beðnir um að mæta tímanlega.

Eftir hraðskákmótið fer fram verðlaunaafhending fyrir Skákþing Reykjavíkur.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin auk þess sem krýndur verður Hraðskákmeistari Reykjavíkur.

Verði keppendur jafnir að vinningum verður skorið úr um sætaröð með stigaútreikningi (tie-break). Röð stigaútreiknings: 1.Bucholz (-1), 2.Bucholz (median), 3. Innbyrðis úrslit, 4.Sonneborn-Berger.

Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2023 er Vignir Vatnar Stefánsson.

Listi yfir Hraðskákmeistara Reykjavíkur