Æskan sigrar á Stúlkna- og Drengjameistaramóti Reykjavíkur



Pétur Úlfar og Emilía Embla Reykjavíkurmeistarar.

Emilía og Pétur upprétt

Það voru hátt í 100 krakkar (97 í allt) sem söfnuðust saman í dag í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur og háðu skemmtilega orrustu á reitunum 64 á Stúlkna- og Drengjameistaramóti Reykjavíkur. Skipt var í fjóra flokka, þrjá yngri aldursflokka og einn opinn flokk. Miðað við þátttökuna er ekki ólíklegt að skipta þurfi í fleiri flokka á næsta ári! Allt var til fyrirmyndar, bæði keppendur og aðstandendur.

Hópmynd í opnum flokki

Víkjum þá að úrslitum. Um morguninn tefldu tveir yngstu flokkarnir.

Í yngsta flokki (f.2017 og síðar) tefldu 19 krakkar og urðu tveir efstir og jafnir, Sigurður Höeg Jónsson og Sævar Svan Valdimarsson með 4 vinninga, en var Sigurður úrskurðaður sigurvegari á stigum. Í 3. sæti kom svo Patrekur Einarsson, stigahæstur þeirra sem hlutu 3 vinninga.

Aldursflokkasigurvegarar:
f.2018: Yousef Besaiso, Sólveig Hólm Brynjarsdóttir, Egill Týr Halldórsson
f.2017: Hildur María Karlsdóttir, Elsa María Bachadóttir, Snæfríður Þórðardóttir, Fuyu Morita, Sigurður Höeg Jónsson, Sævar Svan Valdimarsson.

Sigurvegarar yngri flokki 3

Í næstyngsta flokki (f.2016) tefldu 9 krakkar og þar urðu hvorki fleiri né færri en 4 jöfn og efst, Dagur Sverrisson, Eiður Jökulsson, Birgir Páll Guðnason og Miroslava Skibina, öll með 3 vinninga, og varð Dagur efstur á stigum, svo Eiður í 2. sæti og Birgir Páll í því þriðja.

Sigurvegarar yngri flokki 2

Aldursflokkasigurvegarar:
f.2016: Dagur Sverrisson, Eiður Jökulsson, Miroslava Skibina, Sarvina Jasline Nirmal Johnpaul.

Tveir yngstu flokkarnir

Eftir hádegi, eða kl.13 hófst svo keppni í opnum flokki svo og elsta yngri flokknum.

Í flokki 8-10 ára (f.2014-2015) tefldu 27 krakkar sem er mikil aukning frá því í fyrra. Þar urðu jafnframt tveir efstir og jafnir, Bjarki Már Karlsson og Hjörtur Einarsson Kvaran, en var Bjarki Már úrskurðaður sigurvegari á stigum. Í 3. sæti varð svo Dawid Berg Charzynski, stigahæstur þeirra sem hlutu 3 vinninga.

Aldursflokkasigurvegarar:
f.2015: Marey Kjartansdóttir, Thea Dagsson, Dawid Berg Charzynski.
Katrín Ósk Tómasdóttir, Bjarki Már Karlsson

Sigurvegarar í yngri flokki 1

Í opna flokknum – aðalkeppninni – tóku 42 þátt og kepptu um bikara og titla. Keppnin var gríðarlega hörð og jöfn og – í takt við alla aðra flokka mótsins – urðu tveir keppendur efstir og jafnir, Birkir Hallmundarson og Pétur Úlfar Ernisson, með 6 vinninga og var Birkir úrskurðaður sigurvegari á stigum. Birkir er hinsvegar hvorki Reykvíkingur, né í taflfélagi í Reykjavík og það var því Pétur Úlfar Ernisson sem varð Drengjameistari Reykjavíkur 2024.

Stúlknameistari Reykjavíkur 2024 varð síðan Emilía Embla Baldvinsdóttir Berglindardóttir, en hún hlaut 5 vinninga ásamt fleirum. Inn á milli, eða í 3. sæti mótsins með 5 og hálfan vinning, varð Jósef Omarsson, fráfarandi Drengjameistari Reykjavíkur tveggja síðustu ára.

Emilía og Pétur liggjandi

Þegar horft er yfir sigurvegarahópinn er ekki annað hægt að segja en að æskan hafi sigrað. Emilía Embla er 11 ára, sem og Birkir Hallmundarson, en Pétur Úlfar er ekki nema 8 ára gamall. Líklegt verður að teljast að hann sé yngsti Drengjameistari Reykjavíkur í sögunni! Fráfarandi Drengjameistari Reykjavíkur, Jósef Omarsson, er síðan ekki nema 12 ára, þannig að öll eiga þau nóg af árum eftir í barna- og unglingamótunum. Mikilvægt er samt að geta þess að nokkru eldri keppendur, þeir Markús Orri Jóhannsson og Theódór Eiríksson áttu möguleika á sigri í mótinu fram á síðustu stund, sem er til marks um hve jöfn og hörð keppnin var.

Þrjú efstu í opnum flokki og stúlknameistari

Aldursflokkasigurvegarar:
f.2016: Dagur Sverrisson
f.2015: Pétur Úlfar Ernisson
f.2014: Haukur Víðis Leósson og Logitha Krishnakumar
f.2013: Birkir Hallmundarson og Likhithasri Sathiyaraj
f.2012: Emilía Embla Baldvinsdóttir Berglindardóttir og Jón Louie Thoroddsen
f.2011: Jósef Omarsson og Tristan Nash Alguno Openia
f.2010: Theódór Eiríksson og Vignir Óli Gunnlaugsson
f.2009: Markús Orri Jóhannsson og Einar Helgi Dóruson
f.2008: Sóley Kría Helgadóttir og Brynjar Örn Hallsson

Það var engin önnur en Birna Halldórsdóttir sem veitti verðlaunin, eftir að hafa staðið 10 tíma vakt í Birnukaffi!

Allir sigurvegarar í opnum flokki

Nánari úrslit á chess-results:

Opinn flokkur

Yngri flokkur 1 (f.2014-15)

Yngri flokkur 2 (f.2016)

Yngri flokkur 3 (f.2017 og síðar)