Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur – Töfluröð keppendaTöfluröð keppenda í Stórmeistaramóti Taflfélags Reykjavíkur er nú ljós en dregið var við upphaf fimmtu umferðar Gagnaveitumótsins fyrr í dag.  Það verður TR-ingurinn og alþjóðlegi meistarinn Arnar E. Gunnarsson sem fær það erfiða hlutskipti að mæta úkraínska ofurstórmeistaranum Sergey Fedorchuk í fyrstu umferð sem hefst næstkomandi þriðjudag kl. 17.30.  Meðfylgjandi mynd sýnir röð keppenda og þá má sjá heildarpörun með því að smella á Chess-Results hlekkinn hér að neðan.

  • Chess-Results
  • Vefur mótsins