Harald Björnsson með góðan sigur á Þriðjudagsmóti



Harald Björnsson vann góðan sigur á sterku Þriðjudagsmóti þann 22. ágúst. 34 skákmenn mættu til leiks. Vann Harald meðal annars stigahæsta mann mótsins, Þorvarð Fannar Ólafsson. Harald leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Ólafi B. Þórssyni. Harald var einn efstur og fékk gjafabréf í Skákbúðina.

Harald Björnsson á Íslandsmóti skákfélaga. Mynd: HallfríðurSigurðardóttir

Harald Björnsson á Íslandsmóti skákfélaga. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir

Fimm skákmenn fengu fjóra vinninga í mótinu: Þorvarður, Haraldur Haraldsson (sem var einn efstur með fullt hús fyrir lokaumferðina, en tapaði þá fyrir Harald), Davíð Kolka, Mohammadhossein Ghasemi og Gauti Páll Jónsson.

Verðlaun frá Skákbúðinni fyrir bestan árangur miðað við stig fékk Sindri Sigurður Jónsson, sem er stigalaus.

Öll úrslit mótsins má nálgast á chess-results.

Næsta atskákmót verður þriðjudagskvöldið 29. ágúst og hefst að venju kl. 19:30 í Skákhöll TR í Faxafeni. Tefldar eru fimm umferðir, tímamörk eru 10 mínútur með 5 sekúndna viðbótartíma.