Author Archives: Þórir

Þrír efstir og jafnir á laugardagsæfingu

Skákæfingin síðasta laugardag hófst með því að Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari, var með skákskýringu fyrir alla viðstadda. Þar á eftir voru tefldar fjórar umferðir eftir Monradkerfi. Úrslit urðu sem hér segir:  1-3 : Vilhjálmur Þórhallsson, Kristófer Þór Pétursson og Þorsteinn Freygarðsson, allir með 3 vinninga  af 4 4: Ólafur Örn Ólafsson með 2 ½ vinninga 5-7: Figgi, Hróðný Rún og Mariam með 2 ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing í dag

Laugardagsæfing fyrir börn og unglinga verður að venju í dag kl. 14.  Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.  Húsið opnar kl. 13.40 og aðgangur er ókeypis.

Lesa meira »

Þórir sigraði á fimmtudagsæfingu

TR-ingurinn knái, Þórir Benediktsson, sigraði á fimmtudagsæfingu nú í kvöld með 6 vinninga af 7.  Reyndar voru andstæðingar hans sumir hverjir sérlega ólánsamir í þetta sinn þegar þeir léku sig beint í mát, lentu í “snertur maður hreyfður” eða gleymdu kónginum sínum í skák.  Í 2.-3. sæti með 5 vinninga voru Gunnar Finnsson og Dagur Andri Friðgeirsson.  Athygli vakti að ...

Lesa meira »

Fimmtudagsæfing í kvöld

Að venju verður fimmtudagsmót á vegum TR í kvöld.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Skákáhugamenn ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing 4. október

Mættir voru 10 krakkar á laugardagsæfingu TR þann 4. október. Þar sem flestar skákklukkurnar voru í notkun á Íslandsmóti skákfélaga sem fram fór um helgina, voru klukkurnar sem eftir voru í húsinu ekki alveg upp á sitt allra besta. Skákirnar drógust því eitthvað á langinn, svo að þessu sinnu voru aðeins tefldar fjórar umferðir eftir Monradkerfi. En krakkarnir létu það ...

Lesa meira »

Hálfleikur í Íslandsmótinu

Í dag lauk fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga þegar 4. umferð fór fram.  Í 1. deild sigraði a-sveit TR a-sveit Hellis 4,5-3,5 en b-sveitin beið lægri hlut fyrir Skákfélagi Akureyrar 5,5-2,5.  Rétt er að taka fram að vegna óvæntra forfalla voru auð borð í b-sveitinni.  a-sveit Bolvíkinga leiðir, a-sveit TR er í 4. sæti og b-sveitin rekur lestina í 10. sæti. c- ...

Lesa meira »

Fyrri hluta Íslandsmótsins lýkur í dag

Þegar þrár umferðir eru búnar af Íslandsmóti skákfélaga leiðir hin fyrna sterka sveit Bolungarvíkur ásamt Hellismönnum í 1. deild með 18 vinninga en Taflfélag Reykjavíkur er í 4. sæti með 11 vinninga.  Í 2. umferð beið TR ósigur gegn Bolungarvík 6-2 en viðureign 3. umferðar lauk með jafntefli 4-4 gegn Haukum.  Í dag mætir a-sveitin sveit Fjölnis og b-sveitin taflfélaginu ...

Lesa meira »

1. umferð Íslandsmótsins lokið

1. umferð Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í gærkvöld.  a-sveit TR lenti í vandræðum með kollega sína í b-sveitinni en hafði 5-3 sigur að lokum: a-sveit – b-sveit Hannes Hlífar – Hrafn Loftsson 1-0 Sebastien Maze – Júlíus Friðjónsson 1-0 Þröstur Þórhallsson – Miziuga 1-0 Stefán Kristjánsson – Björn Þorsteinsson 1/2 Guðmundur Kjartansson – Daði Ómarsson 1-0 Benedikt Jónasson ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing á morgun

Að venju stendur TR fyrir barna- og unglingaæfingu  á morgun, laugardag kl. 14.  Börn, unglingar og forráðarmenn eru hvött til að mæta.  Teflt er í húsnæði TR að Faxafeni 12.

Lesa meira »

TR hefur titilvörnina í kvöld

Taflfélag Reykjavíkur hefur titilvörn sína í kvöld þegar Íslandsmót skákfélaga hefst.  Fyrstu andstæðingar (fórnarlömb?) a-sveitarinnar verður b-sveit TR en alls sendir Taflfélagið 5 sveitir til keppni að þessu sinni þar sem e-sveitin er barna- og unglingasveit.  Franski stórmeistarinn Sebastien Maze (2577) hefur gengið til liðs við félagið og mun án efa vera styrkur fyrir a-sveitina. Teflt er í Rimaskóla og ...

Lesa meira »

Torfi sigraði á fjölmennu fimmtudagsmóti

TR-ingurinn öflugi, Torfi Leósson sigraði örugglega á fimmtudagsmóti sem fram fór í kvöld.  Torfi sigraði alla sína andstæðinga og hlaut 7 vinninga í 7 skákum.  Annar með 6 vinninga varð norðlendingurinn knái, Halldór B. Halldórsson og Jon Olav Fivelstad hafnaði í þriðja sæti með 5 vinninga. Alls tóku 22 þátt að þessu sinni og var mikið fjör í skákhöllinni en ásamt ...

Lesa meira »

Fimmtudagsæfing næstkomandi fimmtudagskvöld

Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.   Óvænt aukaverðlaun verða í boði fyrir sigurvegara kvöldsins en ...

Lesa meira »

Þrír TR-ingar tóku þátt í Skákþingi Garðabæjar

Taflfélag Reykjavíkur átti þrjá fulltrúa á nýafstöðnu Skákþingi Garðabæjar.  Það voru þeir Birkir Karl Sigurðsson (1325), Eiríkur Örn Brynjarsson (1664) og Páll Andrason (1532).  Páll stóð sig best og hlaut 3 vinninga í 7 skákum og hækkar um 15 stig fyrir árangurinn, Eiríkur hlaut 2,5 vinninga og Birkir 1 vinning. Óvæntur sigurvegari mótsins með 5,5 v varð Einar Hjalti Jensson (2223). ...

Lesa meira »

Fjör á laugardagsæfingu!

Það voru hressir og áhugasamir krakkar sem mættu á laugardagsæfinguna 27. september. Ánægjulegt var að tvær systur bættust í hópinn svo og einn fimm ára strákur og stóðu þau sig mjög vel á sinni fyrstu skákæfingu í T.R. Einnig var mættur Friðrik Þjálfi Stefánsson sem er nýkominn heim frá Evrópumeistaramóti ungmenna, þar sem hann tók þátt í flokki drengja undir ...

Lesa meira »

TR hraðskákmeistari taflfélaga

  Taflfélag Reykjavíkur varð í dag hraðskákmeistari taflfélaga þriðja árið í röð þegar liðsmenn félagsins lögðu sveit Taflfélags Bolungarvíkur með 40,5 vinningum gegn 31,5 í spennandi viðureign.  TR hefur nú unnið þessa keppni 6 sinnum á þeim 14 árum sem hún hefur verið haldin. Bolungarvík vann fyrstu viðureignina en síðan náði TR forystunni og lét hana ekki af hendi það ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing TR í dag

Að venju fer fram barna-og unglingaæfing í dag kl. 14 í húsnæði TR að Faxafeni 12.  Börn og forráðarmenn eru hvött til að mæta en á síðustu æfingu var enginn annar en alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason mættur til að leiðbeina börnunum og mun hann halda áfram að miðla reynslu sinni á æfingunum. Frítt er á æfingarnar sem standa frá kl. ...

Lesa meira »

TR og Bolar tefla til úrslita á sunnudag

Íslandsmeistarar Taflfélags Reykjavíkur mæta Taflfélagi Bolungarvíkur í úrslitaviðureign Hraðskákkeppni taflfélaga næstkomandi sunnudag.  Viðureignin fer fram í skákhöll TR að Faxafeni 12 og hefst kl.13.  Ljúffengar veitingar verða í boði og áhorfendur eru hvattir til að mæta og fylgjast með mörgum af bestu skákmönnum þjóðarinnar etja kappi í spennandi hraðskákum.

Lesa meira »

Jóhann sigraði á fimmtudagsæfingu

Jóhann H. Ragnarsson sigraði nokkuð örugglega á öðru fimmtudagsmóti vetrarins þegar hann hlaut 8,5 vinning í níu skákum og leyfði aðeins eitt jafntefli í lokaumferðinni.  Annar varð Þórir Benediktsson með 8 vinninga og í þriðja sæti hafnaði Helgi Brynjarsson með 7 vinninga. Úrslit urðu annars eftirfarandi: 1. Jóhann H. Ragnarsson 8,5 v af 9 2. Þórir Benediktsson 8 v 3. ...

Lesa meira »

Fimmtudagsæfing í kvöld

Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »