Fyrri hluta Íslandsmótsins lýkur í dag



Þegar þrár umferðir eru búnar af Íslandsmóti skákfélaga leiðir hin fyrna sterka sveit Bolungarvíkur ásamt Hellismönnum í 1. deild með 18 vinninga en Taflfélag Reykjavíkur er í 4. sæti með 11 vinninga.  Í 2. umferð beið TR ósigur gegn Bolungarvík 6-2 en viðureign 3. umferðar lauk með jafntefli 4-4 gegn Haukum.  Í dag mætir a-sveitin sveit Fjölnis og b-sveitin taflfélaginu Helli en b-sveitin beið lægri hlut fyrir Fjölnismönnum 7-1 og gerði síðan 4-4 jafntefli við b-sveit Hellismanna.

Í 3. deild sigraði c-sveit TR d-sveit Hellis 4-2 en tapaði síðan naumlega 3,5-2,5 gegn sterkri b-sveit Bolvíkinga sem hlýtur að teljast viðunandi árangur.  d-sveit TR sigraði d-sveit Hellis 4-2 en tapaði 3,5-2,5 gegn Taflfélagi Akraness.  c-sveitin er í 3. sæti og d-sveitin í 4-5. sæti.

Í 4. deild teflir e-sveit TR, barna- og unglingasveit og að loknum 3 umferðum er sveitin í 12-14. sæti.

4. umferð fer fram í dag kl. 11 en teflt er í Rimaskóla.

Nánari upplýsingar um úrslit og stöðu má nálgast á skak.is

Chess-Results