Fimmtudagsæfing næstkomandi fimmtudagskvöldTefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

 

Óvænt aukaverðlaun verða í boði fyrir sigurvegara kvöldsins en þau verða í boði á fyrstu æfingu hvers mánaðar í allan vetur.

 

Stjórn TR hvetur alla áhugasama til að mæta og nýta tækifærið til að hita upp fyrir Íslandsmót skákfélaga.