Þrír TR-ingar tóku þátt í Skákþingi GarðabæjarTaflfélag Reykjavíkur átti þrjá fulltrúa á nýafstöðnu Skákþingi Garðabæjar.  Það voru þeir Birkir Karl Sigurðsson (1325), Eiríkur Örn Brynjarsson (1664) og Páll Andrason (1532).  Páll stóð sig best og hlaut 3 vinninga í 7 skákum og hækkar um 15 stig fyrir árangurinn, Eiríkur hlaut 2,5 vinninga og Birkir 1 vinning.

Óvæntur sigurvegari mótsins með 5,5 v varð Einar Hjalti Jensson (2223).

Nánari upplýsingar má nálgast á chess-results, hér