TR og Bolar tefla til úrslita á sunnudagÍslandsmeistarar Taflfélags Reykjavíkur mæta Taflfélagi Bolungarvíkur í úrslitaviðureign Hraðskákkeppni taflfélaga næstkomandi sunnudag.  Viðureignin fer fram í skákhöll TR að Faxafeni 12 og hefst kl.13.  Ljúffengar veitingar verða í boði og áhorfendur eru hvattir til að mæta og fylgjast með mörgum af bestu skákmönnum þjóðarinnar etja kappi í spennandi hraðskákum.