Author Archives: Þórir

Guðmundur í 9.-15. sæti í Badalona

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hafnaði í 9.-15. (10.) sæti í opnu alþjóðlegu móti sem fram fór í Badalona á Spáni.  Guðmundur hlaut 6 vinninga í níu umferðum, vann fimm viðureignir, gerði tvö jafntefli og tapaði tvisvar.  Árangur Guðmundar jafngildir 2459 Elo stigum og hækkar hann lítillega á stigum.  Keppendur í flokki Guðmundar voru tæplega eitthundrað talsins, þar af voru sex ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og T.R. fer fram á sunnudag

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram í níunda sinn sunnudaginn 11. ágúst. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Breyting verður gerð á lifandi taflinu sem verið hefur árviss atburður á Stórmóti Árbæjarsafns og T.R.  Notast verður nú við taflmennina af útitafli Reykjavíkur í stað “lifandi taflmanna”.  ...

Lesa meira »

Ziska með áfanga að stórmeistaratitli

Hinn dyggi liðsmaður Taflfélags Reykjavíkur, alþjóðlegi meistarinn Helgi Dam Ziska (2468) tryggði sér í dag sinn fyrsta áfanga að stórmeistaratitli í næstsíðustu umferð Riga Open í Lettlandi.  Þá tefldi hann 110 leikja maraþonskák við úkraínska stórmeistarann Júrí Vovk (2608) og náði að lokum jafntefli sem tryggði honum áfangann. Helgi er búinn að tefla mjög vel á mótinu, mætt 6 stórmeisturum ...

Lesa meira »

Guðmundur byrjar vel í Badalona

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hefur 4,5 vinning að loknum sex umferðum og situr í 4.-14. sæti í opnu alþjóðlegu móti í Badalona á Spáni.  Eftir tap í annari umferð hefur hann verið á góðu flugi þar sem hann vann þrjár skákir í röð, þar á meðal gegn tveimur alþjóðlegum meisturum, og í sjöttu umferð gerði hann jafntefli við stigaháan (2516) ...

Lesa meira »

Ziska teflir vel í Riga

Nú stendur yfir í Riga í Lettlandi opið alþjóðlegt mót, þar sem taka þátt meðal annara bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir.  Bragi hefur 3 vinninga eftir fjórar umferðir, meðan Björn hefur náð í hús 2.5   En á mótinu teflir líka T.R-ingurinn og alþjóðlegi meistarinn Helgi Dam Ziska (2468) frá Færeyjum.  Hann hefur byrjað af miklum krafti og hlotið 3.5 vinning ...

Lesa meira »

Guðmundur sestur að tafli í Badalona

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hefur 1 vinning að loknum tveimur umferðum í opnu alþjóðlegu móti í Badalona á Spáni.  Í fyrstu umferð sigraði hann heimamann með 2146 stig en tapaði fyrir skoskum keppenda (2228) í annari umferð.  Í þriðju umferð, sem hefst í dag kl. 15, mætir hann öðrum Spánverja (2159).   Guðmundur teflir í A-flokki þar sem keppendur eru ...

Lesa meira »

Glud nær sínum öðrum stórmeistaraáfanga

Danski alþjóðameistarinn Jakob Vang Glud (2520) tryggði sér í dag sinn annan áfanga að stórmeistartitli.   Þá gerði hann stutt jafntefli við pólska stórmeistarann Krzysztof Bulski (2534) í níundu og næstsíðustu umferðinni á Politiken Cup og hefur nú 7 vinninga.  Jakob er búinn að tefla fantavel á mótinu, ekki tapað skák og verið öryggið uppmálað.   Glud er landanum að góðu kunnur því ...

Lesa meira »

Guðmundur í 32.-51. sæti í Andorra

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2444) hafnaði í 32.-51. (34) sæti í opnu alþjóðlegu móti í Andorra sem lauk á sunnudag. Guðmundur fékk 5,5 vinning úr níu umferðum, vann fimm skákir, tapaði þremur og gerði eitt jafntefli. Árangur hans jafngildir 2384 ELO stigum og lækkar hann lítillega á stigum. Tap í lokaumferðinni dróg Guðmund nokkuð niður en í næstsíðustu umferðinni gerði hann gott jafntefli ...

Lesa meira »

Oleksienko sigraði á Czech Open

Úkraínski stórmeistarinn og T.R.-ingurinn Mykhailo Oleksienko (2568) sigraði ásamt Liviu-Dieter Nisipeanu (2670) á Czech Open sem lauk í gær.  Eftir að hafa byrjað frekar rólega með 1.5 vinning úr fyrstu þremur skákunum, skipti hann um gír og vann sex skákir í röð!  Í seinustu umferð lagði hann stórmeistarann Viktor Laznicka (2684) afskaplega áreynslulaust og tryggði sér þar með skipt fyrsta sætið. ...

Lesa meira »

Guðmundur teflir í Andorra

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sigraði í fyrstu umferð í opnu alþjóðlegu móti sem fer fram í Andorra 20.-28. júlí.  Andstæðingur Guðmundar var fremur stigalár með tæplega 2000 stig en í dag mætir hann frönskum skákmanni með 2157 stig.  178 keppendur frá tuttugu löndum taka þátt í mótinu, þeirra á meðal 16 stórmeistarar og 13 alþjóðlegir meistarar.  Tefldar eru níu umferðir.  ...

Lesa meira »

Sergey Fedorchuk í T.R.

Úkraínski ofurstórmeistarinn Sergey Fedorchuk (2667) er genginn til liðs við Taflfélag Reykjavíkur. Fedorchuck varð evrópumeistari unglinga undir 14 ára árið 1995, en meðal annara afreka hans má nefna efsta sætið á Cappelle la Grande Open árið 2008, ásamt TR-ingunum Vugar Gashimov (2737), Erwin L’Ami (2640), nýbökuðum skákmeistara Úkraínu, Yuriy Kryvoruchko (2678) og fleirum. Einnig sigraði hann á Dubai Open 2006 ásamt Armenunum ...

Lesa meira »

Þorvarður Fannar í T.R.

Þorvarður Fannar Ólafsson (2266) er genginn til liðs við Taflfélag Reykjavíkur.  Þorvarður, sem var síðast í Víkingaklúbbnum og þar áður Haukum, er skákiðkendum að góðu kunnur enda hefur hann verið fastur gestur í íslensku mótahaldi um árabil.  Það er mikill styrkur fyrir félagið að fá Þorvarð í lið með sér en þess má geta að Þorvarður hefur náð góðum árangri að undanförnu og ...

Lesa meira »

Guðmundur að tafli á Spáni

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson setur markið hátt í skákinni og stefnir ótrauður á stórmeistaratitil.  Hann hefur því verið mjög ötull í þátttöku í skákmótum undanfarin misseri og tefldi til að mynda á annað hundrað skákir á síðasta ári ásamt því að hafa þegar teflt rúmlega eitthundrað skákir það sem af er þessu ári.  Þessi mikla ástundun Guðmundar, ásamt öflugum stúderingum, ...

Lesa meira »

Björn Jónsson nýr formaður Taflfélags Reykjavíkur

Björn Jónsson var einróma kjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem fór fram fyrr í kvöld.  Björn hefur verið virkur í stjórn félagsins undanfarin ár og tekur nú við góðu búi af Sigurlaugu Regínu Friðþjófsdóttur sem gengt hefur formennsku frá árinu 2009.  Ásamt Birni skipa stjórn félagsins starfsárið 2013-2014:   Áslaug Kristinsdóttir Bragi Þór Thoroddsen Kjartan Maack Ólafur S. ...

Lesa meira »

Á annan tug TR-inga keppti í Íslandsmótinu

Það var fríður hópur liðsmanna Taflfélags Reykjavíkur sem tók þátt í Íslandsmótinu í skák sem fór fram á 20. hæð Turnsins í Borgartúni dagana 31. maí – 8. júní.  Góð stemning var á skákstað og voru aðstæður hinar skemmtilegustu og útsýni yfir höfuðborgina stórbrotið.  Hvort sem hinn nýi keppnisstaður eða eitthvað annað hefur sett strik í reikninginn skal ósagt látið ...

Lesa meira »

Arnar Atskákmeistari Íslands

Alþjóðlegi meistarinn Arnar Erwin Gunnarsson varð í gær Atskákmeistari Íslands í fjórða sinn eftir sigur á Fide meistaranum Davíð Kjartanssyni í úrslitaeinvígi.  Arnar hefur hlotið titilinn oftast Íslendinga ásamt stórmeistaranum Helga Ólafssyni en Arnar hefur lengi verið meðal allra sterkustu skákmanna þjóðarinnar í hrað- og atskákum en hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari í hraðskák.   Tefldar voru tvær atskákir ...

Lesa meira »

Krakkarnir í TR á fullu í skólaskákinni

Nýverið fóru fram Skólaskákmót Reykjavíkur sem og Landsmótið í skólaskák og að venju létu liðsmenn Taflfélags Reykjavíkur ekki sitt eftir liggja.  Skólamótin eru mikilvæg fyrir börnin og skákmenn sem komnir eru á fullorðins ár eiga gjarnan góðar minningar frá þeim.   Skólaskákmót Reykjavíkur var haldið í Laugalækjarskóla 29. apríl og var mótahald í höndum Skáksambands Íslands ásamt Skákakademíunni.  Það er ...

Lesa meira »

Róbert Hraðskákmeistari öðlinga

Lokamót Taflfélags Reykjavíkur á yfirstandandi starfsári fór fram í gærkvöldi þegar Róbert Lagerman sigraði í Hraðskákmóti öðlinga en mótið var það sextánda í röðinni hjá félaginu.  Róbert hlaut 6 vinninga í sjö umferðum en jafnir í 2.-3. sæti með 5,5 vinning urðu Gunnar Freyr Rúnarsson og, nokkuð óvænt, Jon Olav Fivelstad.  Jóhann H. Ragnarsson, Þorvarður F. Ólafsson og Einar Valdimarsson ...

Lesa meira »

Vorhátíðarskákæfing TR

Barna-og unglingastarf TR er nú komið í sumarfrí eftir viðburðaríkan og skemmtilegan vetur. Á laugardaginn var, 4. maí, fór fram vorhátíðarskákæfing í tveimur hópum. Afrekshópurinn verður svo með sér vorhátíð þegar því starfi líkur um miðjan mánuðinn.   Um morguninn 4. maí, fór fyrst fram vorhátíðaræfing í stelpuhópnum kl. 12.30-13.45. Slegið var upp liðakeppni og boðhlaupsskák sem vakti mikla lukku! ...

Lesa meira »