Fimm efstir á Stórmótinu



Segja má að skákvertíðin hefjist með Stórmóti TR og Árbæjarsafns, en mótið fór fram í dag, annan sunnudag í ágúst eins og yfirleitt.

Mæting fór fram úr björtustu vonum, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hversu margir fastagestir eru uppteknir við að verja hróður landans í konungdæminu sem landnámsmenn vorir flúðu á sínum tíma.

37 keppendur mættu til leiks á öllum aldri og fóru leikar þannig að 5 keppendur urðu efstir og jafnir með 5 og hálfan vinning af 7 mögulegum, gamli fléttumeistarinn Gylfi Þórhallsson, Ísfirðingurinn knái Guðmundur Gíslason, Íslandsmeistarinn fyrrverandi Jón Viktor Gunnarsson og svo hinir sterku A-liðsmenn Taflfélags Reykjavíkur Þorvarður Fannar Ólafsson og Daði Ómarsson.

Lokastaðan:

1-5.Gylfi Þórhallsson 5,5v.
Jón Viktor Gunnarsson 5,5v.
Daði Ómarsson 5,5v.
Þorvarður Fannar Ólafsson 5,5v.
Guðmundur Gíslason 5,5v.
6.Gunnar Nikulásson 5v.
7-10.Sverrir Þorgeirsson 4,5v.
Símon Þórhallsson 4,5v.
Davíð Kjartansson 4,5v.
Örn Leó Jóhannsson 4,5v.
11-17.Björn Jónsson 4v.
Kristján Halldórsson 4v.
Kristmundur Þór Ólafsson 4v.
Kjartan Maack 4v.
Jóhann Arnar Finnsson 4v.
Óskar Long Einarsson 4v.
Einar Valdimarsson 4v.
18-22.Bjarni Sæmundsson 3,5v.
Stefán Þór Sigurjónsson 3,5v.
Jón Þór Bergþórsson 3,5v.
Gauti Páll Jónsson 3,5v.
John Ontiveros 3,5v.
23-28.Ásgeir Sigurðsson 3v.
Páll Snædal Andrason 3v.
Þorsteinn Magnússon 3v.
Sverrir Gunnarsson 3v.
Óskar Víkingur Davíðsson 3v.
Halldór Atli Kristjánsson 3v.
29-30.Kristján Örn Elíasson 2,5v.
Ólafur Kjartansson 2,5v.
31-36.Pétur Jóhannesson 2v.
Björgvin Kristbergsson 2v.
Einar Ingi Ingvarsson 2v.
Stefán Orri Davíðsson 2v.
Alexander Björnsson 2v.
Kristján Uni Jensson 2v.
37.Símon Orri Sindrason 1v.