Author Archives: Þórir

Reykjavik Chess Club – Tölvutek International Blitz 2013

Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að koma til móts við óskir skákmanna um að fjölga sætum Íslendinga í alþjóðlega hraðskákmótinu sem fer fram í kjölfar alþjóðlega stórmeistaramóts T.R.  Sætum íslenskra skákmanna hefur því verið fjölgað úr einu upp í þrjú.   Undanrásir fara fram fimmtudaginn 26. september í Skákhöll T.R. Faxafeni 12 og hefjast stundvíslega kl. 20.00: Mótið er ...

Lesa meira »

Afrekshópur Taflfélags Reykjavíkur í keiluferð

Afrekshópur Taflfélags Reykjavíkur byrjaði vetrarstrafið með stæl síðasta laugardag, 21. september. Hópurinn hittist upp í Keiluhöll í Öskjuhlíðinni og spilaði keilu í um klukkutíma. Þátttakendur voru 16 börn og unglingar, þjálfarinn Daði Ómarsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, umsjónarmaður Barna-og unglingastarfs TR. Torfi Leósson þjálfari var fjarri góðu gamni vegna veikinda.    Okkur þótti rétt að skipta þátttakendum að þessu sinni ...

Lesa meira »

Gagnaveitumótið: Óbreytt staða á toppnum

Þriðja umferð Gagnaveitumótsins – Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram síðastliðinn sunnudag.  Fyrir umferðina voru stórmeistarinn Stefán Kristjánsson, alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson og Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson með fullt hús vinninga og deildu efsta sætinu.  Staða þeirra breyttist ekki þar sem þeir unnu allir sínar viðureignir í þriðju umferðinni. Stefán lagði eina TR-ing A-flokksins, Kjartan Maack, og mátti prísa ...

Lesa meira »

Stórmeistaramót TR: Hliðarviðburðir

1. Fjöltefli ofurstórmeistarans Mikhaylo Oleksienko Miðvikudaginn 9. Október kl. 16.00 mun úkraínski ofurstórmeistarinn Mikhaylo Oleksienko (2608)  tefla fjöltefli við nemendur Taflfélags Reykjavíkur í skákhöll Taflfélagsins.  Oleksienko, sem teflir á Stórmeistarmóti félagsins 1. -8. október, er félagsmaður T.R. og hefur margsinnis keppt fyrir félagið á Íslandsmóti skákfélaga. Með þessum viðburði vill félagið gefa ungum og upprennandi skákkrökkum tækifæri á að spreyta ...

Lesa meira »

Friðrik í 2.-4. sæti í Norðurlandamóti öldunga

Fyrsti stórmeistari Íslendinga, TR-ingurinn Friðrik Ólafsson, hafnaði í 2.-4. sæti í Norðurlandamóti öldunga sem fór fram í Borgundarhólmi dagana 7.-16. september.  Friðrik var stigahæstur 32 keppenda en auk hans tóku tveir aðrir stórmeistarar þátt, Daninn Jens Kristiansen og Finninn Heikki Westerinen. Friðrik hlaut 6,5 vinning í níu skákum og varð jafn Áskeli Erni Kárasyni og Fide meistaranum Jörn Östergaard Sloth ...

Lesa meira »

Gagnaveitumótið: Titilhafarnir leiða

Önnur umferð Gagnaveitumótsins – Haustmóts T.R. sem fór fram í gærkvöldi einkenndist af mikilli baráttu í A-flokki en stemningin í B-flokki var öllu rólegri þar sem þremur skákum af fimm lauk með jafnteflum eftir fremur átakalitla baráttu.  Ekkert jafntefli varð hinsvegar í C-flokki og í opna flokknum er enn nokkuð um óvænt úrslit.   Í A-flokki vakti viðureign hins unga ...

Lesa meira »

Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur

Frá 1. til 8. október næstkomandi mun alþjóðlegt lokað 10 manna stórmót verða haldið í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur.  Þá fer fram í fyrsta sinn Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur sem stefnt er að, að verði árviss viðburður í framtíðinni.  Vefur mótsins er nú kominn í loftið og verða upplýsingar þar uppfærðar í aðdraganda þess. Mótið verður geysiöflugt og meðal þátttakenda eru þrír ...

Lesa meira »

Gagnaveitumótið – Haustmót T.R. 2013 hafið

Gagnaveitumótið – Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013 hófst í dag með setningu Björns Jónssonar, formanns félagsins.  Í setningarræðunni, sem fór fram undir ljúffengum vöffluilmi frá Birnu-kaffi, þakkaði formaður skákmönnum sérstaklega fyrir hinn mikla áhuga og ástundun sem Haustmótið hefur fengið í gegnum árin.  Í ræðunni kom einnig fram að Haustmótið hefur verið haldið sleitulaust frá árinu 1934 ef frá eru skilin ...

Lesa meira »

Gagnaveitumótið: Töfluröð

Lokaðir flokkar verða þrír í Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur sem í ár ber nafn Gagnaveitu Reykjavíkur og bætist Gagnaveitan nú í hóp öflugra bakhjarla félagsins.  Á sjötta tug keppenda er skráður í mótið en enn er tekið við skráningum í opinn flokk sem mun líklega telja á þriðja tug keppenda.  Töfluröð lokuðu flokkanna er að finna hér að neðan en ítarlega ...

Lesa meira »

Skráningu í Gagnaveitumótið – Haustmót TR lýkur í dag

Gagnaveitumótið – Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013 hefst sunnudaginn 15. september kl.14. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt.  Mótið er öllum opið. Mótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Sú nýbreytni verður að teflt er tvisvar í ...

Lesa meira »

Haustmótið hefst á sunnudag – Skráningu lýkur á laugardag

Gagnaveitumótið – Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013 hefst sunnudaginn 15. september kl.14. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt.  Mótið er öllum opið. Mótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Sú nýbreytni verður að teflt er tvisvar í ...

Lesa meira »

Guðmundur sigurvegari mótsins í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) gerði svo sannarlega stormandi lukku í alþjóðlega mótinu sem lauk í dag í Sabadell á Spáni.  Í lokaumferðinni vann hann spænska alþjóðlega meistarann Javier Moreno Ruiz (2469) en á sama tíma gerði helsti keppinautur hans í toppbaráttunni jafntefli.  Guðmundur hafnaði því einn í efsta sæti með 7 vinninga og skaut því stórmeisturunum ref fyrir rass ...

Lesa meira »

Guðmundur enn efstur í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) er í efsta sæti með 6 vinninga ásamt armenska stórmeistaranum Karen Movsziszian (2503) þegar ein umferð lifir af alþjóðlega mótinu í Sabadell.  Í áttundu umferð gerði Guðmundur jafntefli við spænska stórmeistarann Miguel Munoz Pantoja (2457) og hefur okkar maður því aðeins tapað einu sinni í mótinu en það gerðist í annari umferð.  Í lokaumferðinni sem ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingar T.R. hafnar

Það var fríður og fjölmennur hópur barna sem fylltu húsakynni Taflfélags Reykjavíkur á fyrstu laugardagsæfingum félagsins í gær, en u.þ.b. 40 krakkar mættu þar til leiks. Þær hófust með skákæfingu stúlkna eftir hádegið þar sem Sigurlaug fór í gegnum grunnatriði skáklistarinnar með nokkrum hressum stelpum og síðan var teflt af kappi. Klukkan 2 hófst svo almenn skákæfing barna og urðu ...

Lesa meira »

Guðmundur efstur í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) gerði sér lítið fyrir og vann í dag armenska stórmeistarann Karen Movsziszian (2503) í sjöundu umferð alþjóðlegs móts í Sabadell á Spáni.  Með sigrinum komst Guðmundur í efsta sætið með 5,5 vinning þegar tveimur umferðum er ólokið en þrír keppendur fylgja í humátt með 5 vinninga.  Í áttundu og næstsíðustu umferð, sem hefst á morgun ...

Lesa meira »

Guðmundur í 2.-3. sæti í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) er á góðu flugi í alþjóðlegu móti í Sabadell og er í 2.-3. sæti með 4,5 vinning eftir sigur í dag á alþjóðlegum meistara frá Chile, Luis Rojas Keim (2408).  Guðmundur er nú taplaus í síðustu fjórum viðureignum og mætir efsta og jafnframt stigahæsta keppanda mótsins, armenska stórmeistaranum Karen Movsziszian (2503), í sjöundu umferð sem ...

Lesa meira »

Reykjavik Chess Club – International 2013

From October 1st through October 8th Reykjavik Chess Club (Taflfélag Reykjavíkur) will hold an invitational ten players international tournament.  It is the Club´s hope that the tournament will become an annual event. Among the ten players in this category IX tournament are three grandmasters and five international masters.  The setup and arrangements will be highly professional including on-site notations and ...

Lesa meira »