Author Archives: Þórir

EM ungmenna: Skákir Vignis og Veroniku

Mótshaldarar Evrópumeistaramóts ungmenna í Svartfjallalandi veita góða þjónustu og eru allar viðureignir aðgengilegar á vefnum.  Hér að neðan eru skákir TR-inganna Vignis Vatnars Stefánssonar og Veroniku Steinunnar Magnúsdóttur. Skákir Vignis Skákir Veroniku

Lesa meira »

Stórmeistaramót T.R.: Óbreytt á toppnum

Fjórðu umferð Stórmeistaramóts Taflfélags Reykjavíkur lauk rétt í þessu.  Fyrir umferðina var Úkraínski ofurstórmeistarinn Mikhailo Oleksienko efstur með fullt hús vinninga og það breyttist ekki í dag því hann sat hjá þar sem alþjóðlegi meistarinn Arnar E. Gunnarsson hefur dregið sig úr mótinu eins og kunnugt er.   Samlandi Oleksienko, ofurstórmeistarinn Sergey Fedorchuk, lagði færeyska alþjóðlega meistarann Helga Dam Ziska ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingar falla niður næstu tvo laugardaga

Barna- og unglingaæfingar T.R. falla niður næsta tvo laugardaga vegna þess mikla starfs sem nú er í gangi hjá félaginu.  Núna er í gangi Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur og mun fimmta umferð mótsins fara fram á morgun í húsnæði félagsins.  Á sunnudaginn er síðan stór dagur fyrir félagið.  Þá verður Taflfélag Reykjavíkur 113 ára, sjöunda umferð Stórmeistaramótsins fer fram ásamt sjöundu ...

Lesa meira »

Tilkynning vegna fækkunnar keppenda í Stórmeistaramóti TR

Alþjóðlegi meistarinn Arnar E. Gunnarsson tilkynnti í dag úrsögn sína úr Stórmeistaramóti T.R.  Vegna þessa vilja skákstjórar koma því á framfæri við keppendur og aðra að mótið er enn áfangahæft þar sem regluverk Fide gerir ráð fyrir að slíkt geti gerst í mótum sem telja níu umferðir.  Þar segir m.a. orðrétt: 1.41c    For a 9 round tournament, if a player ...

Lesa meira »

Stórmeistaramót T.R.: Stigahæstu leiða

Stigahæstu keppendur Stórmeistaramóts Taflfélags Reykjavíkur eru í forystu að loknum þremur umferðum.  Úkraínski stórmeistarinn Mikhailo Oleksienko er efstur með fullt hús en hann sigraði alþjóðlega meistarann Braga Þorfinnsson í annarri umferð og alþjóðlega meistarann Simon Bekker-Jensen í þriðju umferð sem fór fram í dag.   Samlandi Mikhailo, stórmeistarinn Sergey Fedorchuk er annar með 2,5 vinning en hann gerði stutt jafntefli ...

Lesa meira »

Gagnaveitumótið: Einar Hjalti efstur

Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson er einn í efsta sæti með 5,5 vinning að loknum sex umferðum í Gagnaveitumótinu – Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur.  Í sjöttu umferð, sem fór fram í gær, gerði Einar jafntefli við Stefán Bergsson en á sama tíma vann reynsluboltinn Gylfi Þór Þórhallsson góðan og óvæntan sigur á alþjóðlega meistaranum Jóni Viktori Gunnarssyni.   Þá hafði stórmeistarinn ...

Lesa meira »

EM ungmenna: Vignir Vatnar í efsta sæti

Hinn tíu ára Vignir Vatnar Stefánsson er á góðu flugi í Svartfjallalandi þar sem Evrópumeistaramót ungmenna fer fram í bænum Budva.  Vignir hefur nú sigrað í þremur skákum í röð og er efstur með 4,5 vinning ásamt þremur öðrum keppendum að loknum fimm umferðum.   Í þriðju umferð vann Vignir azerskan skákmann og í fjórðu umferð, sem fór fram í ...

Lesa meira »

Gagnaveitumótið: Skákir 5. umferðar

Kjartan Maack hefur slegið inn skákirnar úr fimmtu umferð Gagnaveitumótsins – Haustmóts T.R. Sjötta umferð hefst í kvöld kl. 19.30 Úrslit, staða og pörun Skákir: 1   2   3   4   5 Myndir

Lesa meira »

Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur hófst í dag

Klukkan fimm í dag hófst sterkasta skákmót sem haldið hefur verið á Íslandi í áraraðir, lokað tíu manna alþjóðlegt stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur.  Það var formaður T.R., Björn Jónsson, sem hóf dagskrána með beittri setningarræðu en Björn á veg og vanda af mótinu og hefur sannarlega lyft grettistaki í aðdraganda þess.   Í ræðu sinni vék Björn meðal annars máli sínu ...

Lesa meira »

EM ungmenna: Vignir vann í 3. umferð

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði eistneskan skákmann í þriðju umferð Evrópumeistaramóts ungmenna sem fór fram í dag.  Mikilvægur sigur hjá Vigni sem kemur sér í hóp efstu manna eftir fyrsta þriðjung mótsins.  Andstæðingar Vignis verða nú jafnóðum sterkari og í fjórðu umferð, sem hefst á morgun kl. 14 hefur hann svart gegn azerskum keppanda (1661). Veronika Steinunn Magnúsdóttir tapaði fyrir ísraelskum ...

Lesa meira »

Gagnaveitumótið: Jón Viktor og Einar Hjalti leiða enn

Fimmta umferð Gagnaveitumótsins – Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram síðastliðinn sunnudag en einnig var teflt á mánudagskvöld og nú þriðjudagskvöld þar sem nokkuð er um frestaðar viðureignir.  Á sunnudag hafði alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson hvítt gegn Kjartani Maack og var Jón Viktor í litlum vandræðum með að innbyrða öruggan sigur.  Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson gerði sér svo lítið ...

Lesa meira »

Stórmeistaramót T.R. hefst á morgun þriðjudag

Frá 1. til 8. október næstkomandi mun alþjóðlegt lokað 10 manna stórmót verða haldið í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur.  Þá fer fram í fyrsta sinn Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur sem stefnt er að, að verði árviss viðburður í framtíðinni.  Vefur mótsins er nú kominn í loftið og verða upplýsingar þar uppfærðar í aðdraganda þess. Mótið verður geysiöflugt og meðal þátttakenda eru þrír ...

Lesa meira »

EM ungmenna: Vignir með jafntefli í 2. umferð

Vignir Vatnar Stefánsson gerði í dag jafntefli við þýskan skákpilt með 1575 stig þegar önnur umferð í Evrópumeistaramóti ungmenna fór fram.  Á sama tíma beið Veronika Steinunn Magnúsdóttir lægri hlut gegn skákstúlku  frá Sviss með 1880 stig.  Vignir hefur 1,5 vinning en Veronika er ekki komin á blað.   Þriðja umferð fer fram á morgun og hefst kl. 14 að ...

Lesa meira »

Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur – Töfluröð keppenda

Töfluröð keppenda í Stórmeistaramóti Taflfélags Reykjavíkur er nú ljós en dregið var við upphaf fimmtu umferðar Gagnaveitumótsins fyrr í dag.  Það verður TR-ingurinn og alþjóðlegi meistarinn Arnar E. Gunnarsson sem fær það erfiða hlutskipti að mæta úkraínska ofurstórmeistaranum Sergey Fedorchuk í fyrstu umferð sem hefst næstkomandi þriðjudag kl. 17.30.  Meðfylgjandi mynd sýnir röð keppenda og þá má sjá heildarpörun með ...

Lesa meira »

Sigur og tap hjá TR-ingunum í 1. umferð EM ungmenna

Evrópumeistaramót ungmenna í skák er nú haldið í 23. sinn og fer að þessu sinni fram í strandbænum Budva í Svartfjallalandi, einni elstu landnemabyggð við strendur Adría hafsins en bærinn er 3.500 ára gamall.  Venju samvæmt er teflt í aldursskiptum drengja- og stúlknaflokkum þar sem yngsti flokkurinn er 8 ára og yngri og sá elsti 18 ára og yngri en ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur

Mikil aukning hefur orðið á þátttöku á laugardagsæfingum Taflfélagsins það sem af er vetri.  50 krakkar mættu glaðbeittir á skákæfingar félagsins dag, sem hófst með stúlknaæfingu sem stóð frá 12.30 til 13.45 í umsjá Áslaugar Kristinsdóttur.      Klukkan tvö fylltist svo salurinn af skákþyrstum börnum sem tefldu af kappi á æfingamóti sem stóð í klukkustund. Félagsæfing hófst svo eftir ...

Lesa meira »

Dregið um töfluröðun Stórmeistaramóts TR á morgun

Nú styttist óðum í Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur sem hefst á þriðjudag kl. 17.  Dregið verður um töfluröðun keppenda í upphafi fimmtu umferðar Gagnaveitumótsins á morgun kl. 14   Eflaust verða sumir ánægðari en aðrir með dráttinn, en það eru keppendur úr Gagnaveitumótinu sem munu draga númer fyrir meistarana. Sergey Fedorchuk (2667).  Eflaust munu íslensku  keppendurnir óska sér þess að mæta ...

Lesa meira »

Gagnaveitumótið: Skákir 4. umferðar

Kjartan Maack hefur slegið inn skákirnar úr fjórðu umferð Gagnaveitumótsins – Haustmóts T.R.  Jón Viktor Gunnarsson og Einar Hjalti Jensson eru efstir með fullt hús vinninga fyrir fimmtu umferð sem fer fram á sunnudag, Úrslit, staða og pörun Skákir: 1   2   3   4 Myndir

Lesa meira »

Helgi Áss, Daði og Oliver tefla í alþjóðlegu hraðskákmóti TR

Undanrásir fyrir Reykjavik Chess Club – Tölvutek International Blitz 2013, alþjóðlegt hraðskákmót sem T.R. heldur í kjölfar alþjóðlega Stórmeistaramótsins, fóru fram í gær.  Tefldar voru níu umferðir og fóru leikar þannig að stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson sýndi fádæma öryggi og varð efstur með fullt hús vinninga.  Annar með 7,5 vinning varð TR-ingurinn Daði Ómarsson og í þriðja sæti með 6,5 ...

Lesa meira »

Gagnaveitumótið: Jón Viktor og Einar Hjalti leiða

Það var hart barist þegar fjórða umferð Gagnaveitumótsins – Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram síðastliðinn sunnudag.  Í A-flokki náði reynsluboltinn Gylfi Þór Þórhallsson góðu jafntefli við stórmeistarann Stefán Kristjánsson en á sama tíma vann Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson öruggan sigur á Degi Ragnarssyni og sömuleiðis sigraði alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson Oliver Aron Jóhannesson.  Stefán Bergsson lagði Kjartan Maack ...

Lesa meira »