EM ungmenna: Vignir vann í 3. umferðVignir Vatnar Stefánsson sigraði eistneskan skákmann í þriðju umferð Evrópumeistaramóts ungmenna sem fór fram í dag.  Mikilvægur sigur hjá Vigni sem kemur sér í hóp efstu manna eftir fyrsta þriðjung mótsins.  Andstæðingar Vignis verða nú jafnóðum sterkari og í fjórðu umferð, sem hefst á morgun kl. 14 hefur hann svart gegn azerskum keppanda (1661).

Veronika Steinunn Magnúsdóttir tapaði fyrir ísraelskum keppanda og er ekki komin á blað.  Veronika er með stigalægstu keppendunum í flokknum og því við búið að verkefnið væri erfitt.  Það er þó nóg eftir af mótinu og Veronika kemur vafalaust sterk til leiks á morgun þegar hún stýrir hvítu mönnunum gegn dönskum keppanda (1600).

  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins